VEISLUR OG VIÐBURÐIR

Starfsfólk okkar getur framreitt veislumat eftir þínum óskum fyrir veisluna þína. Ávallt er unnið úr ferskasta hráefni hverju sinni og við leitumst við að nota frekar matvöru sem þarf ekki að fá flugfar um langan veg og höllumst að vistvænni framleiðslu (local & organic). Við leggjum áherslu á fisk og grænmeti, en framreiðum einnig kjöt sé þess óskað. Við getum sent þér tillögur að matseðli ef þú óskar.

Fyrirspurnir sendist á hannesarholt@hannesarholt.is