Magnús Jóhann –

Tónleika „kúrator“ Hannesarholts

Hannesarholt og Magnús Jóhann Ragnarsson hafa hafið samstarf um skipulagningu tónlistarviðburða í Hannesarholti. Störf hans felast í því að bóka tónlist af ýmsum toga inn í Hljóðberg, tónleikasal Hannesarholts og setja saman fjölbreytta dagsskrá í hverjum mánuði.

Magnús Jóhann er tónskáld, pródúsent og tónskáld og er eftirsóttur samstarfsfélagi helsta tónlistarfólks landsins. Það er því mikill fengur að fá Magnús Jóhann í samstarf.

Árlegur gestur –

Romain Collin

Romain Collin er virtur píanóleikari og tónskáld frá New York. Á sínum ferli hefur hann unnið með þekktum tónlistarmönnum, til að mynda Herbie Hancock og Wayne Shorter. Hann hefur hlotið viðurkenningu fyrir störf sín og var meðal annars tilnefndur Grammy verðlaunanna 2019.

Hann hefur verið fastagestur í Hannesarholti síðan 2020. Romain kemur til Íslands hvert ár og heldur tónleikarröð með gestum úr Íslensku tónlistarlífi og úr senunni í New York.