Viltu fá reglulega fréttir af starfinu í Hannesarholti?

Með því að fylla út formið hér fyrir neðan kemst þú á póstlista Hannesarholts. Fréttabréf eru venjulega send í upphafi hvers mánaðar, en gott er að líta eftir þeim, vegna þess að fjöldapóstar á við fréttabréfin frá okkur enda gjarnan utan aðalpósthólfs. Engar kvaðir fylgja því að vera á póstlista Hannesarholts.

Viltu gerast meðlimur í félaginu Hollvinir Hannesarholts? 

Fyrir þá sem vilja gera meira en að fylgjast með þá er stofnun Hollvina Hannesarholts góðar fréttir. Í október 2017 var stofnað formlegt félag Hollvinir Hannesarholts til þess að styðja með ráðum og dáð við Hannesarholt og hjálpa til að Hannesarholt lifi. Árgjald er 5000 krónur og hægt er að komast í samband við ritara félagsins, Ágústu Hrefnu Lárusdóttur, í gegnum netfangið: hollvinir@hannesarholt.is Innan tíðar verður settur upp rafræn skráning á nýrri heimasíðu Hannesarholts.