Hannesarholt er fjölbreytt menningarhús sem opið er almenningi alla daga vikunnar.

Veitingahús

Á 1.hæð er rekið veitingahús, þar sem framreiddir eru léttir réttir í hádegi, kaffi og dýrindis bakkelsi og kvöldverður fimmtudag, föstudag og laugardag. Einnig veitingar fyrir veislur og fundi.

Fundaraðstaða og tónleikasalur

Hljóðberg er sérhannaður salur fyrir tónleikahald en hentar einnig fyrir ýmsa viðburði, sýningar og minni ráðstefnur. Auk þess má leigja minni fundarherbergi á 2. og 3. hæð. Útleiga á sölum er í boði frá 8:00-23:00 alla daga.

Viðburðir og fréttir

Á vefnum má finna upplýsingar um viðburði framundan, fréttir af starfseminni, myndasafn og umfjöllun fjölmiðla um stofnunina.