ÆVIÁGRIP HANNESAR HAFSTEIN
Hannes Hafstein og mótunarár Reykjavíkur

  • Hannes Hafstein er líklega flestum Íslendingum kunnur ýmist sem fyrsti ráðherra Íslands eða sem ljóðskáld. Margir þekkja ljóðin hans Hraun í Öxnadal, Sprettur eða hið stórbrotna ljóð Stormur.
    • Hannes fæddist 4. desember 1861 og lést 13. desember 1922.
    • Fyrsti ráðherra Íslands 1904.
    • Síðustu æviár sín bjó hann ásamt fjölskyldu sinni að Grundarstíg 10 í Reykjavík og lét sjálfur byggja húsið sem er eitt af 15 fyrstu steyptu húsum í Reykjavík.
    • Kona Hannesar, Ragnheiður, lést 1913, þ.e. áður en fjölskyldan fluttist á Grundarstíginn.
    • Ævisaga hans eftir Kristján Albertsson kom út í þremur bindum 1961, 1963 og 1964.
    • Árið 2005 kom út önnur ævisaga Hannesar eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing: Ég elska þig stormur – ævisaga Hannesar Hafstein. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

    Kvæði hans hafa birst í mörgum útgáfum og eitt þeirra, Hraun í Öxnadal er birt hér fyrir neðan.

    Hraun í Öxnadal

    „Þar sem háir hólar
    hálfan dalinn fylla“
    ljek í ljósi sólar,
    lærði hörpu að stilla,
    hann, sem kveða kunni
    kvæðin ljúfu, þýðu,
    skáld í mun’ og munni,
    mögur sveita-blíðu.

    Rjett við háa hóla,
    hraunastalli undir,
    þar sem fögur fjóla
    fegrar sljettar grundir,
    blasir bær við hvammi
    bjargarskriðum háður;
    þar, til fjalla frammi,
    fæddist Jónas áður.

    Brosir laut og leyti,
    ljómar fjall og hjalli.
    Lækur vætu veitir,
    vökvast bakka halli.
    Geislar sumarsólar
    silungsána gylla,
    þar sem háir hólar
    hálfan dalinn fylla.

ÁFANGAR Í SÖGU REYKJAVÍKUR

Reykjavík varð ekki að borg á einum degi og þau voru mörg skrefin sem þurfti að stíga í því ferli. Hér fyrir neðan eru nefndir nokkrir áfangar sem skiptu máli fyrir ýmist Reykjavík eða landið allt á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Áfangarnir eru ekki flokkaðir sérstaklega hér heldur einungis settir í tímaröð.

1860 – 1879.

1880 – 1889

1890 – 1899

1900 – 1909

  • 1902 – Sögufélagið.
  • 1902 – Landakotsspítali (sjá grein í Bjarka frá 1902).
  • 1902 – Fyrsta holræsið lagt í Reykjavík.
  • 1904 -Timburverslun Völundar stofnuð (sjá firmatilkynningar í Þjóðólfi 1904).
  • 1905 – Innanbæjarsími milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
  • 1906 – Landssími Íslands stofnaður – ritsímasamband við útlönd.
  • 1906 – Reglulegar kvikmyndasýningar hefjast í Fjalakettinum.
  • 1907 – Fræðslulög – heimilin ábyrg fyrir fræðslu til 10 ára aldurs, skólaskylda 10-14 ára (6 mán).
  • 1907 – Kleppsspítali opnaður.
  • 1908 – Matarbúð SS (sjá Huginn, auglýsingu frá 1908).
  • 1908 – Kennaraskóli (sjá Skólablaðið frá 1908).
  • 1908 – Lagaskóli tekur til starfa (starfaði í 3 ár en fór þá undir lagadeild Háskóla Íslands þegar hann var stofnaður 1911).
  • 1909 – Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) vígt 28. apríl, byggt fyrir landsbókasafn og landsskjalasafn. Auk þess fengu forngripasafnið og náttúrugripasafnið þar inni. Helsti frumkvöðull byggingarinnar var Hannes Hafstein ráðherra. (Grein úr Þjóðólfi um safnahúsið nýja 2. apríl 1909).
  • 1909 – Vatnsveita Reykjavíkur tekur til starfa.

1910 – 1919

1920 – 1929