Hönnunarmars 2021 – Keramík- og textíldeild Myndlistarskólans í Reykjavík

Hannesarholt tók þátt í hönnunarmars 2021 í samstarfi við keramik- og textíldeildir Myndlistarskóla Reykjavíkur. Samstarfið átti sér stað í vikunni 17.-22. maí og húsið fylltist af lífi.

Hannesarholt tók þátt í hönnunarmars 2021 í samstarfi við keramik- og textíldeildir Myndlistarskóla Reykjavíkur. Samstarfið átti sér stað í vikunni 17.-22. maí og húsið fylltist af lífi.

Hannesarholt tók viðtöl við nokkra nemendur Myndlistarskólans úr báðum deildum. Allir nemendurnir eru á fyrsta ári í sínu námi og eru mörg hver að halda sína fyrstu sýningu fyrir fólk utan skólans.

Nemendur keramikdeildarinnar létu kokkana okkar fá diska í hendurnar og með samvinnu þessa tveggja hópa urðu til frábærir réttir á fallegum diskum.