Hleð Viðburðir

Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður er mörgum kunn, og þá einkum undir nafninu Rúna. Hún hefur komið víða við á langri ævi, unnið við leirmunagerð, hönnun og myndskreytingar, kennt myndlist og sinnt trúnaðarstörfum í þágu myndlistarmanna. Síðustu áratugina hefur hún helgað sig málverkinu; aldrei þó með olíu á striga, efniviður hennar hefur verið óhefðbundnari. Rúna vinnur enn þrátt fyrir háan aldur og er meðal elstu starfandi myndlistarmanna á landinu, en hún hélt síðast einkasýningu á níræðisafmæli sínu.
Ragnheiður Gestsdóttir, dóttir Rúnu, mun spjalla við hana um lífið og listina.