Hleð Viðburðir

Oft heyrist sagt að peningar séu ekki raunverulegir eða hafi ekki raunverulegt gildi. Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur veltir því upp hvað það geti mögulega þýtt þegar fólk heldur slíku fram, enda virðast peningar hafa mikil áhrif á líf okkar allra og því getur það hljómað ankannalega þegar einhver segir að þeir séu ekki raunverulegir. Bók Eyju um frumspeki peninga í félagslegu samhengi, The Reality of Money: The Metaphysics of Financial Value, er væntanleg hjá forlaginu Rowman & Littlefield í sumar og mun Eyja kynna nokkrar grundvallarhugmyndir úr bókinni.

Heimspekispjallið er ókeypis og öllum opið. Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá kl.11.30-17.00