Hleð Viðburðir

English below

Píanistinn Romain Collin, sérlegur vinur Hannesarholts, hefur snúið aftur í listamannadvöl í Hannesarhorni og stendur fyrir tónleikafernu á næstu vikum, Romain Collin & gestir 2024, þar sem hann býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum. Romain Collin, sem var tilnefndur til Grammy verðlauna 2020, hefur verið reglulegur gestur á Íslandi síðustu ár, og þetta er þriðja tónleikaröðin sem hann stendur fyrir í Hannesarholti.

ROMAIN COLLIN & GESTIR Í HANNESARHOLTI 2024

Romain Collin & GDRN sunnudaginn 28.janúar kl.19

Romain Collin & Óskar Guðjónsson laugardaginn 2.febrúar kl.20

Romain Collin & S.Carey föstudaginn 9.febrúar kl.20

Romain Collin solo – Frumsýning FOSS shapeless 17.febrúar kl.20/19

GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð, er sérstakur gestur Romain á fyrstu tónleikunum, 28.janúar kl.19 í Hannesarholti. Guðrún undirbýr fyrir tónleika sína í Hörpu 11. maí næstkomandi, en á sunnudaginn mun hún ljá kvöldinu töfra í Hljóðbergi með sinni einlægu og tilfinningaþrungnu rödd á fyrstu tónleikum Romain Collin & gestir 2024, þar sem hún syngur bæði frumsamin og hefðbundin íslensk lög við undirleik Romains Collin.

Romain Collin & guests 2024:

Grammy-nominated pianist and composer Romain Collin, a special friend of Hannesarholt, has returned to Hannes’ Corner as our artist in residence to curate as concert series in the coming weeks, inviting a superb line up of musicians. Collin has visited Iceland multiple times in the last few years. This is his third concert series in Hannesarholt.

ROMAIN COLLIN & GUESTS IN HANNESARHOLT 2024:

Romain Collin & GDRN – Friday Janary 28th 7pm

Romain Collin & Óskar Guðjónsson – Saturday February 2nd 8pm

Romain Collin & S.Carey – Friday February 9th at 8pm

Romain Collin solo – Foss shapeless Premiere February 17th 8/7 pm

GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð, is Romain’s special guest on his first concert, January 28th at 7pm. As she is gearing up for her highly anticipated return to Harpa on May 11, GDRN will grace the stage of Hannesarholt with her deeply emotive and soulful voice, singing original material, as well as, traditional Icelandic songs.