Hleð Viðburðir

English below

Píanistinn Romain Collin, sérlegur vinur Hannesarholts, hefur snúið aftur í listamannadvöl í Hannesarhorni og stendur fyrir tónleikafernu á næstu vikum, Romain Collin & gestir 2024, þar sem hann býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum. Romain Collin, sem var tilnefndur til Grammy verðlauna 2020 hefur verið reglulegur gestur á Íslandi síðustu ár, og þetta er þriðja tónleikaröðin sem hann stendur fyrir í Hannesarholti.

S.Carey söngvari og lagahöfundur er gestur Romain föstudaginn 9.febrúar kl.20. Carey er einn af lykilmeðlimum bandarísku hljómsveitarinnar BON IVER, sem mun vera meðal áhrifamestu indie-folk sveita síðasta áratuginn. S.Carey hefur jafnhliða byggt upp blómlegan sólóferil og á þessum einstöku tónleikum munu þeir Romain leika í sameiningu eigin lög.

Romain Collin & guests 2024:

Grammy-nominated pianist and composer Romain Collin, a special friend of Hannesarholt, has returned to Hannes’ Corner as our artist in residence to curate as concert series in the coming weeks, inviting a superb line up of musicians.

On Friday, February 9th at 8pm, Romain will be hosting American singer and songwriter S. Carey. A key member of the acclaimed indie-folk group BON IVER, Carey has significantly impacted the music scene over the last ten years. S. Carey has also established a criticaly acclaimed solo career and in this special event, Carey and Romain will collaborate to perform their original songs.