Hleð Viðburðir

Syngjum saman í Hannesarholti verður í höndum Svavars Knúts laugardaginn 24.febrúar kl.14.

Svavar hefur oft stýrt Syngjum saman í Hannesarholti á árum áður, en söngstundinni hefur verið haldið úti í 11 ár, frá vordögum 2013!

Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er til heiðurs Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með dóttur sinni þar til að heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, en hún lést 11.júlí síðastliðinn. Frítt er inná söngstundirnar í minningu hennar.