Sindri og Sigurjón hjá Flóru veisluþjónustu bjóða reglulega uppá margrétta matarveislur á kvöldin í Hannesarholti. 20.janúar var veganveisla, 3.febrúar verður fiskiveisla og 8.febrúar afmælisveisla Hannesarholts. Alla jafna er matast í veitingastofum Hannesarholts á 1.hæðinni á Grundarstíg 10 og hægt að bóka borð með því að kaupa miða á tix.is

Mikil ánægja hefur verið með þær matarveislur sem þegar hafa verið í Hannesarholti á vegum Flóru veisluþjónustu og er spenningur fyrir að þróa þetta samstarf áfram.