Hleð Viðburðir

Miðv 29. maí kl 20:00

Ingi Bjarni Skúlason – Einleikur á flygilinn í Hannesarholti Ingi Bjarni mun leika vel valin lög af sóló píanó plötu sinni „Lessons“ frá 2021, ásamt því að leika nokkur stykki af tríó plötunni „Fragile Magic“ sem kom út í mars. Búast má við spuna, temmilega angurværum laglínum, tónlist sem er hvorki í dúr né moll og stemmningu. Sem flytjandi og tónskáld hefur Ingi Bjarni gefið út sex plötur með eigin verkum, leikið eigin tónsmíðar með fjölda tónlistarfólks á Íslandi og í Evrópu, gefið út nótnabók o.s.frv. Ingi Bjarni hefur hlotið mikla athygli og viðurkenningu erlendis fyrir plötur sínar, en þær hafa allar fengið jákvæða gagnrýni í erlendum miðlum. „this intriguingly gifted pianist has for some time now shown an impressive ability to shape his own world, his own poetics“. – Jazz Journal (UK)

Tónleikar Inga Bjarna hefjast kl 20, miðaverð er 4.900 krónur og gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg.