Umsókn um myndlistarsýningar
Skrifað 2024-02-20

Opnað fyrir umsóknir vegna málverkasýninga í Hannesarholti. Umsóknarfrestur er til 20.febrúar. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir sýningarrými í veitingastofum Hannesarholts á 1.hæð á Grundarstíg 10. Sýningar standa alla jafna yfir í 3 vikur og miðað er við sölusýningar. Umsækjendur sendi póst á hannesasarholt@hannesarholt.is merkt UMSÓKN UM MYNDLISTARSÝNINGU 2024.