Elísabet Ásberg – Leiðsögn um sýninguna Kjarni
Skrifað 2024-03-16

Elísabet Ásberg veitir leiðsögn um sýningu sína KJARNI í Hannesarholti laugardaginn 16.mars kl.13.30-16.00.

Elísabet er fædd í Keflavík 1967. Náttúran og fólk eru Elísabetu innblástur og notast hún við málma og ýmis náttúruleg efni í sínum verkum. Elísabet túlkar hugarheim sem hún tengir oftar en ekki við tilfinningar og hefur túlkað hugtökin „Jafnvægi“, „Kjarni“, „Krossgötur“ og „Flæði“ í verkum sínum sem dæmi. Auk þess skapar hún stór málmverk eftir óskum sem prýða fjölmörg íslensk og erlend heimili og vinnustaði. Þá skartar heimabær hennar Keflavík, stóru útilistaverki eftir listakonuna en einnig á hún stórt verk í EFTA dómshúsinu í Lúxembourg þar sem hún er í góðum félagsskap íslenskra listamanna, íslenskra og erlendra.

Á þessari sýningu má sjá verk sem túlka hugtökin „Jafnvægi“ og „Kjarni“. Sýningin er sölusýning þetta er síðasta sýningarhelgi, en sýningin stendur til 19. mars.