Hleð Viðburðir

Kvöldstund í samvinnu Göngum saman og Hannesarholts með Halldóru Björnsdóttur, íþróttafræðingi, framhaldsskólakennara og framkvæmdastjóra Beinverndar. Halldóra hefur haft umsjón með morgunleikfimi í útvarpinu í 30 ár og er einlægur áhugamaður um útivist og hreyfingu. Halldóra er dæmi um manneskju sem lifir fræðin í öllu lífi sínu og starfi og deilir með gestum leiðum til að efla heilbrigði beina sinna og almennt heilbrigði.

Halldóra gefur vinnu sína við kvöldstundina og rennur aðgangseyririnn til Göngum saman og Hannesarholts.
Veitingastofurnar eru opnar til kl.22 alla fimmtudaga. Gleðistund (happy hour) frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20 í boði Pálmars Ólasonar, eldhúsið opið til kl.21.