Hleð Viðburðir

N.k mánudagskvöld er komið að öðru “Heimspekispjalli “af þremur sem verða hér í Hannesarholti á þessu hausti. Að þessu sinni munu Björn Þorsteinsson sérfræðingur hjá Heimspekistofnun HÍ  og Sólveig Alda Halldórsdóttir myndlistarmaður og stjórnarmanneskja í Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði,  leiða umræðu um lýðræði.

Hvert er hlutverk gagnrýninnar hugsunar í þjóðfélagi sem vill kenna sig við lýðræði?
Hvernig má koma á alvöru lýðræði?

Í erindunum verður fjallað um hlutverk gagnrýninnar hugsunar í
lýðræðisþjóðfélagi og tekist á við þá spurningu, hvernig koma megi á alvöru
lýðræði.

Björn Þorsteinsson veltir vöngum yfir inntaki lýðræðisins í ljósi
hugmynda frá 18. öld um upplýsingu og sjálfstæða hugsun. Jafnframt verður
varpað fram spurningum um tengsl valdhafa og almennings og hvernig þeim
verði best fyrir komið.

Sólveig Alda Halldórsdóttir beinir sjónum að því
hvernig megi efla lýðræðið og koma á sannkölluðu lýðræði á öllum sviðum
samfélagsins með aukinni þátttöku almennings í umræðum og ákvörðunum. Meðal
annars mun hún ræða um lýðræðisleg fyrirtæki nær og fjær.

Upplýsingar

Dagsetn:
21/10/2013
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
frjáls framlög
Viðburður Category:
Vefsíða:
www.hannesarholt.is