Líf á landi

Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærristjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

Helstu áskoranir

Að vinna áfram að því að byggja upp net verndarsvæða sem nái yfir sem flesta þætti íslenskrar náttúru

Að vinna að endurheimt landgæða, stöðva eyðingu vistkerfa og sporna við hnignun líffræðilegar fjölbreytni

Að tryggja sjálfbæra nýtingu vistkerfa lands

Líf á landi

Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærristjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

Helstu áskoranir

Að vinna áfram að því að byggja upp net verndarsvæða sem nái yfir sem flesta þætti íslenskrar náttúru

Að vinna að endurheimt landgæða, stöðva eyðingu vistkerfa og sporna við hnignun líffræðilegar fjölbreytni

Að tryggja sjálfbæra nýtingu vistkerfa lands

Hvað getum við gert?

 • Minnkið pappírsnoktun.
 • Notið áburð spart.
 • Búið til vin fyrir skordýr í garðinum.
 • Plokka.
 • Ekki nota eiturefni.
 • Ættleiðið gæludýr frekar en að kaupa frá ræktanda.
 • Ekki keyra utanvegar.
 • Endurvinnið.
 • Styðjið moltugerð.
 • Styðjið verkefni eins og endurheimt votlendis.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Eigi síðar en árið 2020 verði vistkerfi á landi og í ferskvatni vernduð og stuðlað að sjálfbærri nýtingu þeirra og endurheimt, einkum skóga, votlendis, fjalllendis og þurrkasvæða, í samræmi við skuldbindingar samkvæmt alþjóðasamningum.

 • Eigi síðar en árið 2020 hafi tekist að efla sjálfbærni skóga af öllu tagi, stöðva skógareyðingu, endurheimta hnignandi skóga og auka verulega nýskógrækt og endurrækta skóga um allan heim.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði barist gegn eyðimerkurmyndun, leitast við að endurheimta hnignandi land og jarðveg, þ.m.t. land sem er raskað af eyðimerkurmyndun, þurrkum og flóðum, og unnið að því að koma á jafnvægi milli hnignunar og endurheimtar lands í heiminum.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði vistkerfi í fjalllendi vernduð, meðal annars líffræðileg fjölbreytni þeirra, í því skyni að njóta ávinnings af nýtingu þeirra, sem er meginhugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

 • Gripið verði til brýnna og nauðsynlegra aðgerða til að sporna við hnignun náttúrulegra búsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni. Eigi síðar en árið 2020 verði gripið til aðgerða til að vernda tegundir í bráðri hættu og koma í veg fyrir útrýmingu þeirra.

 • Stuðlað verði að sanngjarnri og jafnri skiptingu ávinnings af nýtingu erfðaauðlinda og eðlilegum aðgangi að slíkum auðlindum samkvæmt alþjóðlegum samþykktum.

 • Gripið verði til bráðaaðgerða til að binda enda á veiðiþjófnað og ólögleg viðskipti með vernduð dýr og plöntur og reistar skorður við eftirspurn og framboði á ólöglegum afurðum villtra dýra.

 • Gripið verði til ráðstafana eigi síðar en árið 2020 til að koma í veg fyrir aðflutning ágengra, framandi tegunda og dregið verulega úr áhrifum þeirra á vistkerfi á landi og í vatni. Tegundunum efst á lista verði útrýmt eða útbreiðslu þeirra eða fjölgun stýrt.

 • Eigi síðar en árið 2020 verði tekið tillit til gildis vistkerfis og líffræðilegrar fjölbreytni við gerð lands- og svæðisáætlana og í öllu þróunarferli, skýrslugerðum og aðgerðum til að draga úr fátækt.

 • Kallað verði eftir fjármagni hvarvetna í því skyni að vernda líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi og nýta á sjálfbæran hátt.

 • Kallað verði eftir auknum úrræðum á öllum sviðum í því skyni að gera skógarauðlindir sjálfbærar og skapa hvata fyrir þróunarlöndin til að taka upp slíka stjórnun, meðal annars verndun og endurrækt.

 • Efldur verði stuðningur á heimsvísu til að berjast gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með vernduð dýr og plöntur, meðal annars verði leitað leiða fyrir íbúa hinna ýmsu byggðarlaga til að afla sér lífsviðurværis á sjálfbæran hátt.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Sett eru fram ný markmið meðal annars varðandi verndun náttúruskóga og aukna útbreiðslu þeirra, ræktun skóga til fjölþættra nytja og sjálfbæra nýtingu skóga.

 • Í friðlýsingarátaki stjórnvalda 2019-2021 voru 27 svæði friðlýst og mörg þeirra teljast mikilvæg fyrir líffræðilega fjölbreytni. Þá voru 47 tegundir sjaldgæfra æðplantna, 45 tegundir sjaldgæfra mosa og 48 tegundir sjaldgæfra fléttna friðaðar árið 2021.

 • Stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða eru lykilþáttur í að fylgja eftir markmiðum um verndun er varðar líffræðilega fjölbreytni. Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir veiðitegundir er nýtt viðfangsefni stjórnvalda. Fyrsta áætlunin um rjúpu er langt komin og verið er að undirbúa vinnu við gerð áætlana fyrir fimm tegundir til viðbótar.

 • Endurheimt hnignaðra vistkerfa eru með mikilvægustu aðgerðum til að sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni en í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er áhersla á endurheimt votlendis og uppgræðslu skóga. Þá stuðla ný lög um landgræðslu annars vegar og um skóga og skógrækt hins vegar að sjálfbærri nýtingu og endurheimt viðkomandi vistkerfa.

 • Hér á landi hafa nokkrar innfluttar tegundir reynst ágengar og má þar sérstaklega nefna mink, alaskalúpínu og skógarkerfil. Mikilvægt er að vinna að því að hefta útbreiðslu þeirra og leita leiða til að koma í veg fyrir innflutning á nýjum framandi tegundum sem kunna að reynast ágengar. Laxeldi með norskum eldislaxi hefur stóraukist hér við land á undanförnum árum. Afar mikilvægt er að fylgjast vel með áhrifum þess á íslenska laxastofninn.