Heimsmarkmiðin sem leiðarvísir að hamingju og uppljómun?

Sjálfbær þróun á sér djúpur rætur í siðfræði. Félagslegt réttlæti, fátækt og jafnrétti hafa lengi verið umfjöllunarefni sjálfbærar þróunnar, þó að í byrjun hafi aðal áherslan verið á umhverfissjónarmið og stjórnun auðlinda. Heimsmarkmiðin hafa stóraukið viðfangsefni sjálfbærar þróunnar og hugtakið nær nú yfir jafnrétti, frelsi, öryggi, réttlæti, velferð, menntun, heilsu og svo mætti áfram telja. Sjálfbær þróun er orðin yfirgripsmikil hugmynd sem gæti orðið leiðarvísir að góðu lífi fyrir alla á jörðinni.

Hér fyrir neðan eru tvö dæmi um félög sem sjá mikla möguleika í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þau sjá Heimsmarkmiðin sem uppskrift að hamingju eða jafnvel vegvísir að meðvitaðara mannkyni.

Uppskrift að hamingju?

SDG Happiness Pyramid hefur skipt Heimsmarkmiðunum í 3 hópa, fólk, umhverfi og andleg málefni. SDG Hapiness Pyramid sér Heimsmarkmiðin sem forskrift að hamingju. Þau raða markmiðunum í píramída með markmiðin sem snúa að „fólki“ neðst svo umhverfi og svo tvö andleg markmið sem eru „Friður og réttlæti“ og „Samvinna um verkefnin.“

Að vera samstillt markmiðunum

Annað dæmi er frá Richard A. Bowell sem leiddi hóp sem skoðaði Heimsmarkmiðin og bjó til 17 „alignments“ eða stillingar út frá hinum 17 markmiðum. Þau snúast öll að einstaklingnum og reyna að fá okkur til spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga um hvernig samfélag við viljum búa í.

 1. Engin fátækt – Skapa auðæfi
 2. Ekkert hungur – Lifa fullnægjandi lífi
 3. Góð heilsa – Helgi lífs
 4. Menntun fyrir öll – Lífrænn lærdómur, heilnæmt nám, náttúrulegt nám
 5. Jafnrétti kynjanna – Bera virðingu fyrir manneskjunni og öllum birtingarmyndum kyngervis
 6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða – Sjálfbær mannleg ferli
 7. Sjálfbær orka – Náttúruleg orka
 8. Góð atvinna og hagvöxtur – Framtíðarmiðað sjálfboðaliðastarf
 9. Nýsköpun og uppbygging – Meðvituð mannleg tengsl
 10. Aukinn jöfnuður – Að meta en ekki að dæma
 11. Sjálfbærar borgir og samfélög – Skapa örugg rými
 12. Ábyrg neysla – Meðvituð hugsun
 13. Verndun jarðar – Sjálfstjórn til að geta búið í samhljómi á jörðinni
 14. Líf í vatni – Lifa í samhljómi með vatni
 15. Líf á landi – Endurfæðing
 16. Friður og réttlæti – Skapa samhljóm með okkar skapgerð
 17. Samvinna um markmiðin – Skapa hnattrænt samfélag