Menntun fyrir alla

Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi

Helstu áskoranir

Efla læsi og tryggja framtíð íslenskar tungu

Fjölga kennurum

Fjölga nemendum í verk- og tækninámi

Vinna gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum

Menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku

Menntun fyrir alla

Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi

Helstu áskoranir

Efla læsi og tryggja framtíð íslenskar tungu

Fjölga kennurum

Fjölga nemendum í verk- og tækninámi

Vinna gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum

Menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku

Hvað getum við gert?

 • Gefið bækur.
 • Skráið ykkur í ókeypis námskeuð á netinu.
 • Hjálpið yngri kynslóðum að læra.
 • Nýta sér menntunarsjóði verkalýðsfélaga.
 • Aldrei hætta að læra
 • Hjálpið nýbúum að læra íslensku.
 • Lærið nýtt tungumál.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir eigi þess kost að þroskast og dafna frá unga aldri, fá umönnun og leikskólamenntun til að búa þau undir grunnskóla.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði öllum konum og körlum tryggður jafn aðgangur að góðu tækni-, starfs- og framhaldsnámi, þar á meðal á háskólastigi, á viðráðanlegu verði.

 • Eigi síðar en árið 2030 hafi ungmennum og fullorðnum með hagnýta kunnáttu fjölgað umtalsvert, þar á meðal á sviði tækni- og starfsmenntunar, til þess að geta gegnt viðeigandi störfum, fengið mannsæmandi vinnu og stundað frumkvöðlastarfsemi.

 • Eigi síðar en árið 2030 hafi kynjamismunun í menntakerfinu verið afnumin og jafn aðgangur að námi á öllum stigum tryggður og starfsþjálfun fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, þar á meðal fyrir fatlað fólk, frumbyggja og börn sem búa við erfiðar aðstæður.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.

 • Byggð verði upp og endurbætt aðstaða til menntunar fyrir börn, óháð kyni, svo að allir geti lært í öruggu og friðsamlegu umhverfi án aðgreiningar, fatlaðir sem aðrir.

 • Eigi síðar en árið 2020 hafi námsstyrkjum sem standa þróunarlöndum til boða verið fjölgað um heim allan, einkum í þeim löndum sem eru skemmst á veg komin, þ.e. smáeyríkjum og Afríkuríkjum, til að efla háskólamenntun í þróunarlöndum, þar á meðal starfsnám og upplýsinga- og samskiptatækni, tækninám, verkfræði og raunvísindi.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði framboð á menntuðum og hæfum kennurum aukið verulega, meðal annars með alþjóðlegri samvinnu um kennaramenntun í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin og smáeyríkjum.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Menntastefna 2021-2030 var samþykkt í mars 2021. Stefnan ávarpar og setur í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hefur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar. Stefnunni, sem ætlunin er að innleiða í þremur tímabilum, er skipt upp í fimm meginþætti: jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Einkunnarorð nýrrar menntastefnu eru „framúrskarandi menntun alla ævi“ og gildi hennar þrautseigja, hugrekki, þekking, hamingja og sjálfbærni. Við upphaf hvers innleiðingartímabils verður lögð fram áætlun ásamt aðgerðum og árangursmælikvörðum. Ráðgert er að leggja fyrstu áætlunina fram árið 2021.