Samvinna um markmiðin

Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða

Helstu áskoranir

Framlög Íslands til þróunarsamvinnu nemi 0,7% af vergum þjóðartekjum í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna

Auknar fjárfestingar einkaaðila sem stuðla að sjálfbærni

Samvinna um markmiðin

Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða

Helstu áskoranir

Framlög Íslands til þróunarsamvinnu nemi 0,7% af vergum þjóðartekjum í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna

Auknar fjárfestingar einkaaðila sem stuðla að sjálfbærni

Hvað getum við gert?

 • Verið virk!
 • Gerast meðlimur í félagasamtökum.
 • Gerast Heimsmarkmiðaheimili.
 • Styðjið alþjóðleg þróunnarsamtök.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Úrræði heimamanna verði styrkt, meðal annars með alþjóðlegum stuðningi við þróunarlönd, til að bæta skattkerfið og aðra tekjuöflun.

 • Hátekjuríkin standi að fullu við skuldbindingar sínar um opinbera þróunaraðstoð, meðal annars þá skuldbindingu margra þeirra að láta 0,7% af vergum þjóðartekjum renna til þróunarlanda og 0,15–0,20% af vergum þjóðartekjum renna til þeirra sem eru skemmst á veg komin. Þau ríki sem veita opinbera þróunaraðstoð verði hvött til þess að setja sér það markmið að láta a.m.k. 0,20% af vergum þjóðartekjum renna til þróunarlanda sem eru skemmst á veg komin.

 • Kallað verði eftir viðbótarfjármagni hvaðanæva að til handa þróunarlöndum.

 • Þróunarlönd fái aðstoð til að ná tökum á langtímaskuldum með samræmdri stefnumörkun sem miðar að því að bæta fjármagnsstöðu, lækka skuldir og endurfjármagna eftir því sem við á. Erlendar skuldir mjög skuldsettra og fátækra ríkja verði skoðaðar með það fyrir augum að draga úr skuldavanda.

 • Teknar verði upp aðgerðaáætlanir til að efla fjárfestingarsjóði í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin og þeim framfylgt.

 • Eflt verði samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða ásamt þríhliða svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi um vísindi, tækni og nýsköpun og aðgengi að þessum sviðum auðveldað. Enn fremur verði þekkingu miðlað í meira mæli á jafnræðisgrundvelli, meðal annars með því að samræma betur fyrirliggjandi kerfi, einkum á vegum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra skipulagseininga sem er ætlað að stuðla að tækniþróun.

 • Stuðlað verði að umhverfisvænni tækniþróun og flutningi, miðlun og dreifingu í þróunarlöndunum á hagstæðum kjörum, m.a. með ívilnunum og tilslökunum, eins og samkomulag næst um.

 • Eigi síðar en í lok árs 2017 verði starfrækt tæknimiðstöð til uppbyggingar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin og stuðningur til sjálfshjálpar efldur, einkum á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni.

 • Efldur verði alþjóðlegur stuðningur við þróunarlöndin til að ýta úr vör skilvirkri og hnitmiðaðri uppbyggingu með hliðsjón af landsáætlunum sem fela í sér sjálfbær þróunarmarkmið, þ.m.t. samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða og þríhliða samstarf.

 • Stuðlað verði að alþjóðlegu og opnu viðskiptakerfi innan Alþjóðaviðskipta­stofnunar­innar, sem byggist á réttlátu og marghliða regluverki með jafnræði að leiðarljósi, þar sem meðal annars verði stefnt að því að ljúka Doha-viðræðunum.

 • Útflutningur þróunarlanda verði aukinn verulega, einkum með það fyrir augum að tvöfalda hlutdeild þeirra verst settu í útflutningi á heimsvísu, eigi síðar en árið 2020.

 • Koma í framkvæmd, þegar færi gefst, tollfrjálsu og kvótalausu markaðsaðgengi til lengri tíma fyrir þróunarlönd sem eru skemmst á veg komin í samræmi við ákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, meðal annars með því að tryggja gagnsæi, lítið flækjustig og ívilnandi upprunareglur um innflutning frá þessum löndum.

 • Auka efnahagslegan stöðugleika um allan heim, meðal annars með samræmdri stefnumörkun.

 • Bæta samræmda stefnu varðandi sjálfbæra þróun.

 • Virt verði svigrúm og vald hvers lands til að koma á og framfylgja stefnumálum um útrýmingu fátæktar og sjálfbæra þróun.

 • Alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun verði aukið með stuðningi fjölda hagsmunaaðila, sem miðla af þekkingu sinni og sérfræðikunnáttu, veita tæknilegar úrlausnir og fjármagn, í því skyni að ná fram þróunarmarkmiðunum um sjálfbærni í öllum löndum, einkum þróunarlöndunum.

 • Hvetja til skilvirkra samstarfsverkefna hjá hinu opinbera, milli opinbera geirans og einkaaðila og á meðal borgaranna og styðja við slík verkefni. Við framkvæmd þeirra verði byggt á reynslu af samstarfsverkefnum almennt og útsjónarsemi höfð í fyrirrúmi.

 • Eigi síðar en árið 2020 verði efldur stuðningur við þróunarlöndin, meðal annars við þau lönd sem eru skemmst á veg komin og þróunarlönd sem eru smáeyríki, til að auka svo um munar aðgengi að nýjustu vönduðu og áreiðanlegu upplýsingum, sundurliðuðum eftir tekjum, kyni, aldri, kynþætti, þjóðerni, innflytjendastöðu, fötlun, landfræðilegri stöðu og öðrum breytum sem eiga við í hverju landi.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði unnið út frá fyrirliggjandi verkefnum og mælikvarði þróaður í þágu sjálfbærrar þróunar, þ.e. til viðbótar við mælikvarða um verga landsframleiðslu, og stutt verði við uppbyggingu á sviði tölfræði í þróunarlöndunum.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Íslensk stjórnvöld styðja markmið Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Framlög Íslands árin 2020 og 2021 námu 0,26 prósent af VÞT, sem er tveggja prósenta hækkun frá árinu 2019. Áætluð heildarframlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu nema 0,35 prósent af VÞT árið 2022. Upplýsingar um heildarframlög Íslands til alþjóða þróunarsamvinnu má finna á vefsíðunni www.openaid.is.

 • Hluti þróunarframlaga eru notuð til þess að virkja félagasamtök og atvinnulífið í samfjármögnun þróunarsamvinnuverkefna. Áhersla með félagasamtökum er að virkja einstaklinga til að veita framlög til þróunarsamvinnu og áhersla á atvinnulífið felur í sér virkjun einkafjármagns í gegnum eigið fé og/eða framlög frá fyrirtækjum.
  Ísland hefur stutt nauðsynlegar aðgerðir svo unnt verði að vinna upp það efnahagslega tjón sem af heimsfaraldri COVID-19 hefur stafað. Þær fela meðal annars í sér að skuldir þróunarríkja verði lækkaðar frekar, bæði af hálfu opinberra aðila, fjármálafyrirtækja og einkaaðila. Jafnframt verði þróunarríkjum veitt lausafjáraðstoð til að mæta aðsteðjandi vanda og umgjörð skuldamála þeirra verði styrkt í þeim tilgangi að auka yfirsýn og eftirlit. Þá hefur Ísland lagt sérstaka áherslu á að starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í þróunarríkum verði efld með áherslu á jafnrétti kynjanna. Einnig að sérstök áhersla verði á auknar fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum tækninýjungum, svo sem á sviði jarðhita. Jafnframt þurfi að taka á ólöglegu fjármagnsflæði og samdrætti í peningasendingum milli landa til að draga úr tekjutapi þróunarríkja.