Nýsköpun og uppbygging

Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun

Helstu áskoranir

Nýsköpun í öllum atvinnugreinum

Efla vísindarannsóknir

Efla innviði í samgöngum og ferðaþjónustu

Nýsköpun og uppbygging

Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun

Helstu áskoranir

Nýsköpun í öllum atvinnugreinum

Efla vísindarannsóknir

Efla innviði í samgöngum og ferðaþjónustu

Hvað getum við gert?

 • Verið nýjungagjörn.
 • Styðjið verkefni sem nota nýja tækni og vísindi.
 • Fræðist um nýjustu tækni og vísindi.
 • Notið nýja tækni til að minnka kolefnissporið

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Þróaðir verði traustir innviðir, sjálfbærir og sveigjanlegir, hvort sem er staðbundnir eða yfir landamæri, í því skyni að styðja við efnahagsþróun og velmegun þar sem lögð verði áhersla á jafnt aðgengi á viðráðanlegu verði fyrir alla.

 • Stuðlað verði að sjálfbærri iðnþróun fyrir alla og eigi síðar en árið 2030 hafi hlutur iðnaðar í atvinnulífi og vergri landsframleiðslu aukist verulega í ljósi aðstæðna heima fyrir og tvöfaldast í þeim þróunarlöndum sem skemmst eru á veg komin.

 • Aukið verði aðgengi lítilla iðnfyrirtækja og annars konar fyrirtækja, einkum í þróunarlöndum, að fjármálaþjónustu, meðal annars að hagstæðum lánum. Einnig verði þáttur þeirra í verðmætakeðjum og á mörkuðum aukinn.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og atvinnugreinar endurskipulagðar til að gera þær sjálfbærar, nýting auðlinda verði skilvirkari og í auknum mæli innleiði hvert og eitt land tækni og umhverfisvæna verkferla eftir getu.

 • Vísindarannsóknir verði efldar og tæknigeta atvinnugreina í öllum löndum endurbætt, þar á meðal í þróunarlöndum. Eigi síðar en árið 2030 verði ýtt undir nýsköpun og fjölgað störfum við rannsóknir og þróun fyrir hverja milljón íbúa, auk þess sem útgjöld til rannsókna og þróunar hins opinbera og einkageirans verði aukin.

 • Stuðlað verði að sjálfbærri uppbyggingu innviða í þróunarlöndum með sveigjanleika að viðmiði, auknum fjárhagsstuðningi og tæknilegum stuðningi við Afríkuríki, þróunarlönd sem eru skemmst á veg komin, landlukt þróunarlönd og þróunarlönd sem eru smáeyríki.

 • Stutt verði við tækniþróun, rannsóknir og nýsköpun í þróunarlöndum, meðal annars með því að festa í sessi stefnumótandi umhverfi sem stuðlar til dæmis að fjölbreyttu atvinnulífi og virðisauka.

 • Aðgengi að upplýsinga- og fjarskiptatækni verði aukið verulega og lagt kapp á að almenningur hafi aðgang að netinu á viðráðanlegu verði í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Uppsöfnuð fjárfestingarþörf er til staðar á vegum, höfnum og flugvöllum sem nú er unnið að bótum á og hafa framlög í málaflokkinn vaxið hratt í samræmi við það.

 • Mikilvægur þáttur fjárfestinga ríkisins er að talsverðum fjárhæðum er nú varið í uppbyggingu innviða almenningssamgangna og virkra samgöngumáta. Þá er unnið að því að móta nýjar leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða með það að markmiði að hraða uppbyggingunni enn frekar.

 • Ýmsar aðgerðir stjórnvalda hafa það meðal annars að markmiði að efla hlutdeild iðnaðar í landsframleiðslu. Má hér nefna Nýsköpunarstefnu frá 2019 og aðgerðir í framhaldi hennar, Aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna frá 2020, Matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var árið 2020, Orkustefnu til ársins 2050: Sjálfbær orkuframtíð frá árinu 2020 og Klasastefnu fyrir Ísland frá árinu 2021.

 • Á árinu 2022 voru samþykkt ný lög um Vísinda- og nýsköpunarráð, nr. 137/2022, sem hafa að markmiði að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.