Aukinn jöfnuður

Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa

Helstu áskoranir

Jafna stöðu fólks óháð uppruna, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund

Skapa tækifæri og aðstæður til að innflytjendur geti orðið virkir þátttakendur í íslensku samfélagi

Húsnæðismál flóttafólks

Aukinn jöfnuður

Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa

Helstu áskoranir

Jafna stöðu fólks óháð uppruna, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund

Skapa tækifæri og aðstæður til að innflytjendur geti orðið virkir þátttakendur í íslensku samfélagi

Húsnæðismál flóttafólks

Hvað getum við gert?

  • Verið nýjungagjörn.
  • Styðjið verkefni sem nota nýja tækni og vísindi.
  • Fræðist um nýjustu tækni og vísindi.
  • Notið nýja tækni til að minnka kolefnissporið

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

  • Eigi síðar en árið 2030 hafi varanleg tekjuaukning náð fram að ganga í áföngum fyrir 40% þess mannfjölda sem tekjulægstur er og verði hlutfallslega hærri en meðallaunahækkanir á landsvísu.

  • Eigi síðar en árið 2030 verði öllum gert kleift að taka þátt í félagslífi og hafa afskipti af efnahagsmálum og stjórnmálum, án tillits til aldurs, kyns, fötlunar, kynþáttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, efnahags eða annarrar stöðu.

  • Tryggð verði jöfn tækifæri og dregið úr ójöfnuði, meðal annars með afnámi laga, breyttri stefnumótun og starfsháttum sem ala á mismunun, samhliða því að þrýsta á lagasetningu, stefnumótun og starfshætti sem styðja við markmiðið.

  • Mörkuð verði stefna í ríkisfjármálum, launamálum og á félagslegu sviði með það fyrir augum að auka jafnrétti stig af stigi.

  • Reglusetning og eftirlit með alþjóðlegum fjármálamörkuðum og -stofnunum verði bætt og því regluverki beitt í auknum mæli.

  • Tryggt verði að þróunarlönd komi að ákvörðunum sem eru teknar innan alþjóðlegra fjármálastofnana til að auka skilvirkni, trúverðugleika, áreiðanleika og tryggja lögmæti þeirra.

  • Greitt verði fyrir för fólks með því að auðvelda búferlaflutninga og gera þá örugga og reglubundna, meðal annars með því að hrinda stefnumálum á sviði búferlaflutninga í framkvæmd á skipulegan og hagkvæman hátt.

  • Fylgt verði meginreglunni um sérkjör þróunarlanda, einkum þeirra sem eru skemmst á veg komin, í samræmi við samninga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

  • Hvatt verði til opinberrar þróunaraðstoðar og fjárstreymis, meðal annars með beinni fjárfestingu erlendis frá, í ríkjum sem þurfa mest á því að halda, einkum þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin, Afríkuríkjum, smáeyríkjum og landluktum þróunarlöndum, í samræmi við stefnumörkun þeirra og landsáætlanir.

  • Eigi síðar en árið 2030 verði millifærslugjöld farandverkafólks komin niður fyrir 3% og loku fyrir það skotið að peningasendingar hafi í för með sér hærri kostnað en 5%.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

  • Ísland hefur, í gegnum kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, talað fyrir auknum áhrifum og vægi þróunarlanda í stjórnum stofnana bankans.

  • Sífellt meiri áhersla er lögð á að sporna við og draga úr mismunun á grundvelli kyns, fötlunar eða annarra þátta í allri stefnumótun og áætlanagerð stjórnvalda.