Ábyrg neysla og framleiðsla

Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð

Helstu áskoranir

Minnka neyslu, draga úr matarsóun og minnka þar með vistspor Íslendinga

Innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar

Ferðaþjónusta í sátt við náttúru og samfélag

Ábyrg neysla og framleiðsla

Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð

Helstu áskoranir

Minnka neyslu, draga úr matarsóun og minnka þar með vistspor Íslendinga

Innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar

Ferðaþjónusta í sátt við náttúru og samfélag

Hvað getum við gert?

 • Verslið úr nærumhverfi.
 • Verslið vörur í litlum umbúðum og úr endurvinnanlegum efnum.
 • Minnkið sorpið.
 • Endurnýtið vörur.
 • Uppvinnsla (e. Upcycling).
 • Fullnýtið vörur.
 • Forðast að kaupa plast.
 • Skrá úrgang heimilisins.
 • Flokka rusl rétt.
 • Verslið „gallað“ grænmeti.
 • Kaupið sjálfbærar vörur
 • Verið meðvituð um uppruna og tengsl vörunnar sem þið kaupið.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípa til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði markmiðum um sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda náð.

 • Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þ.m.t. við uppskeru.

 • Eigi síðar en árið 2020 verði meðferð efna og efnablandna umhverfisvænni á öllum stigum, sem og meðhöndlun úrgangs með slíkum spilliefnum, í samræmi við alþjóðlegar rammaáætlanir sem samþykktar hafa verið. Dregið verði verulega úr losun efna og efnablandna út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg í því skyni að lágmarka skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið.

 • Eigi síðar en árið 2030 hafi forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.

 • Fyrirtæki, einkum stór og alþjóðleg fyrirtæki, verði hvött til þess að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

 • Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að fólk um allan heim sé upplýst og meðvitað um sjálfbæra þróun og hvernig það getur lifað í sátt við náttúruna.

 • Þróunarlönd fái stuðning til þess að auka vísinda- og tækniþekkingu í því skyni að þoka neyslu og framleiðslu í átt til aukinnar sjálfbærni.

 • Þróuð verði tæki til þess að fylgjast með áhrifum sjálfbærrar þróunar á ferðaþjónustu sem leiðir af sér störf og ýtir undir staðbundna menningu og framleiðslu.

 • Óhagkvæmar niðurgreiðslur vegna jarðefnaeldsneytis, sem ýta undir sóun, verði færðar til betri vegar með því að aflétta markaðshömlum, í samræmi við innlendar aðstæður, meðal annars með því að endurskipuleggja skattlagningu og leggja niðurgreiðslur niður í áföngum í ljósi skaðlegra umhverfislegra áhrifa. Tekið verði fullt tillit til sérþarfa og aðstæðna þróunarlanda og haldið í skefjum aðgerðum sem gætu haft skaðleg áhrif á þróun fátækra samfélaga.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Saman gegn sóun, stefna um úrgangsforvarnir 2016-2027, hefur það meðal annars að markmiði að draga úr myndun úrgangs, draga úr notkun einnota umbúða og stuðla að aukinni endurvinnslu og endurnýtingu.

 • Júni 2021 var gefin út stefna um meðhöndlun úrgangs 2021-2032, sem ber heitið Í átt að hringrásarhagkerfi.

 • Í aðgerðaáætlun í plastmálefnum, Úr viðjum plastsins, eru birtar 18 aðgerðir til að vinna gegn þeirri umhverfisvá sem plast í umhverfinu veldur.

 • Í tillögum að aðgerðum gegn matarsóun – skýrslu starfshóps er síðan að finna tillögur að 24 aðgerðum til að minnka matarsóun í allri virðiskeðju matvæla.

 • Á meðal aðgerða í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingariðnaðinum og auka sjálfbærni í þeim geira.

 • Fullvinnsla hráefnis í sjávarútvegi hefur aukist til muna síðustu ár en auka má fullvinnslu afurða í landbúnaði.

 • Þá er markmið Matvælastefnu Íslands til ársins 2030 meðal annars að stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu og að upplýsingar um uppruna, framleiðsluhætti, innihald og umhverfisáhrif matvæla verði aðgengileg neytendum.