Ekkert hungur

Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði

Helstu áskoranir

Sjálfbær þróun í fiskveiðum og landbúnaði

Lífræn og heilnæm framleiðsla

Tryggja framfærslu allra landsmanna

Ekkert hungur

Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði

Helstu áskoranir

Sjálfbær þróun í fiskveiðum og landbúnaði

Lífræn og heilnæm framleiðsla

Tryggja framfærslu allra landsmanna

Hvað getum við gert?

 • Styðjið hjálparsamtök sem sinna matargjöfum til bágstaddra fjölskyldna.
 • Verslið landbúnaðarvörur úr nærumhverfi.
 • Ekki henda mat. Frystið það sem þið notið ekki.
 • Kaupið „gallað“ grænmeti eða vörur búnar til úr „gölluðu“ grænmeti.
 • Minnka kjöt át og neysla dýraafurða.
 • Minnka matarasóun.
 • Ekki borða á hlaðborðum
 • Skammta rétt.
 • Minnka ofát.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.

 • Eigi síðar en árið 2030 heyri vannæring í hvaða mynd sem er sögunni til, þar að auki verði árið 2025 búið að ná alþjóðlegum markmiðum um að stemma stigu við kyrkingi í vexti og tæringu barna undir fimm ára aldri, og hugað að næringarþörfum unglingsstúlkna, þungaðra kvenna, kvenna með börn á brjósti og aldraðra.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði framleiðni og tekjur þeirra sem framleiða í litlu magni tvöfölduð, einkum kvenna, frumbyggja, bændafjölskyldna, hirðingja og sjómanna, til að mynda með öruggu og jöfnu aðgengi að landi, öðrum frjósömum auðlindum og aðföngum, þekkingu, fjármálaþjónustu, mörkuðum og tækifærum til virðisauka og starfa utan býla.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði sjálfbærni í matvælaframleiðslu tryggð og teknir upp starfshættir sem auka framleiðni og framleiðslu í landbúnaði, sem viðheldur vistkerfunum, dregur úr hættu af völdum loftslagsbreytinga, veðurofsa, þurrka, flóða og annarra hamfara og bætir land og jarðveg til lengri tíma litið.

 • Eigi síðar en árið 2020 verði staðinn vörður um erfðafræðilega fjölbreytni fræja, ræktaðra plantna, húsdýra og skyldra villtra tegunda, meðal annars með vel reknum fræ- og 124 plöntustöðvum á alþjóðlegum vettvangi, á landsvísu eða svæðisbundið, auk þess sem tryggt verði aðgengi að jafnri og sanngjarnri skiptingu á þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu erfðafræðilegra auðlinda og þekkingu sem hefur hlotist þar af, í samræmi við alþjóðlegar samþykktir.

 • Fjárfestingar verði auknar, meðal annars með aukinni alþjóðlegri samvinnu, í innviðum á svæðum utan þéttbýlis, landbúnaðarrannsóknum, tækniþróun og erfðagreiningu plantna og búpenings í því skyni að bæta landbúnaðarframleiðslu í þróunarlöndum, einkum þeim sem skemmst eru á veg komin.

 • Komið verði í veg fyrir hindranir á heimsmörkuðum með landbúnaðarafurðir, meðal annars með samhliða afnámi allra útflutningsstyrkja í landbúnaði og allra annarra ráðstafana tengdra útflutningi sem hafa sömu áhrif, að teknu tilliti til Doha-samningalotunnar

 • Samþykktar verði ráðstafanir til þess að tryggja eðlilega starfsemi matvörumarkaða og afleiddra viðskipta og séð verði til þess að markaðsupplýsingar verði aðgengilegar og berist í tæka tíð, meðal annars um matvælabirgðir, í því skyni að sporna við miklum verðsveiflum.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Íslensk matvælaframleiðsla skuli vera sjálfbær og ímynd íslenskra matvæla endurspegli markmið um sjálfbærni, gæði og hreinleika. Þekking, hæfni og áhugi á matvælum hefur verið efld á öllum námsstigum og hefur fræðsla til neytenda um matvæli og tengsl mataræðis við lýðheilsu verið aukin. Þá er lögð áhersla á að upplýsingar um uppruna, framleiðsluhætti, innihald og umhverfisáhrif matvæla séu aðgengileg neytendum.

 • Matvælasjóður var stofnaður haustið 2020. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.