Góð atvinna og hagvöxtur

Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla

Helstu áskoranir

Draga úr langtímaatvinnuleysi

Efla stuðningsúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu

Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag

Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu

Góð atvinna og hagvöxtur

Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla

Helstu áskoranir

Draga úr langtímaatvinnuleysi

Efla stuðningsúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu

Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag

Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu

Hvað getum við gert?

 • Styðjið við bakið á ungu fólki.
 • Ef vara er grunsamlega ódýr þá er hún líklegast ekki sjálfbær og mögulega framleidd í þrælakistu.
 • Forðist „fast-fashion“.
 • Þekkið réttindi ykkar.
 • Styðjið innlenda framleiðslu.
 • Versla fair-trade vörur.

Það sem Sameinuðu Þjóðirnar setja fram:

 • Viðhaldið verði hagvexti á hvern einstakling í samræmi við aðstæður í hverju landi og að minnsta kosti 7% vexti vergrar landsframleiðslu á ári í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin.

 • Aukinni framleiðni í atvinnulífinu verði náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun, meðal annars með því að beina athygli að vinnuaflsfrekum geirum sem fela í sér mikinn virðisauka.

 • Unnið verði að framgangi þróunarmiðaðra stefnumála sem styðja við afkastamikla framleiðslustarfsemi, frumkvöðlastarfsemi, sköpunarmátt og nýsköpun og fjölga mannsæmandi störfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki fái meðbyr, meðal annars með aðgengi að fjármálaþjónustu.

 • Fram til ársins 2030 verði nýting auðlinda til neyslu og framleiðslu bætt jafnt og þétt og leitast við að draga úr hagvexti sem gengur á náttúruna í samræmi við tíu ára rammaáætlun um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, með hátekjuríkin í fararbroddi.

 • Eigi síðar en árið 2030 verði full vinna og mannsæmandi störf í boði fyrir allar konur og karla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk, og sömu laun greidd fyrir jafnverðmæt störf.

 • Eigi síðar en árið 2020 hafi hlutfall ungmenna, sem eru atvinnulaus, stunda ekki nám eða þjálfun, lækkað verulega.

 • Gerðar verði tafarlausar og árangursmiðaðar ráðstafanir til þess að útrýma nauðungarvinnu. Nútímaþrælahald og mansal heyri sögunni til og tekið verði fyrir barnaþrælkun og hún bönnuð, þar á meðal herþjónusta barna, og eigi síðar en árið 2025 verði nauðungarvinna barna í allri sinni mynd úr sögunni.

 • Réttindi á vinnumarkaði verði vernduð og stuðlað að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk, meðal annars farandverkafólk, einkum konur í þeim hópi og þá sem eru í óöruggu starfi.

 • Eigi síðar en árið 2030 hafi verið mótuð og innleidd stefna í því skyni að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur áherslu á staðbundna menningu og framleiðsluvörur.

 • Fjármálastofnanir innan lands verði efldar til þess að bæta aðgengi að banka-, trygginga- og fjármálaþjónustu fyrir alla.

 • Þróunaraðstoð í viðskiptum verði aukin, einkum í þeim þróunarlöndum sem eru skemmst á veg komin, meðal annars á grundvelli sameiginlegrar tæknilegrar aðstoðar í viðskiptum.

 • Eigi síðar en árið 2020 verði heildarstefnu um atvinnumál ungmenna hrundið í framkvæmd og atvinnusáttmáli Alþjóðavinnumálastofnunarinnar kominn til framkvæmda.

Það sem yfirvöld leggja áherslu á:

 • Samhæfingarnefnd félags- og vinnumarkaðsráðherra um velferð og virkni á vinnumarkaði hefur verið falið að móta heildstæða stefnu um málefni ungs fólks á vinnumarkaði, þar sem áhersla verði á að lækka hlutfall ungmenna og ungs fólks sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun (NEET).

 • Auk beinna fjárframlaga til nýsköpunar meðal annars í gegnum stórauknar endurgreiðslur til fyrirtækja vegna rannsóknar og þróunar ásamt auknum framlögum í Tækniþróunarsjóð þá hefur Kría – sprota og nýsköpunarsjóður verið virkur þáttakandi í umhverfinu með þátttöku í vísissjóðum sem hafa það að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.