Upptökur af umræðufundum Heimilis Heimsmarkmiðanna

Evrópubúar henda 2 milljónum tonna af vefnaðarvöru á hverju ári. Á hverri sekúndu er sem samsvarar einum ruslabíl með vefnaðarvöru urðað eða brennt.
Mörg okkar gefa óæskileg föt til góðgerðarverslana og fatasöfnunarbanka – en vitum við virkilega hvað verður um þau?
Á þessum öðrum fundi Heimili Heimsmarkmiðanna fórum við í saumana á fatnaði okkar, og veltum því fyrir okkur hvernig við getum verið smart og verið með hreina samvisku.
“There’s no such thing as away. When we throw things away they must go somewhere.“ – Annie Leonard
Sérfræðingar fundarins voru:
Sigríður Ágústa fatahönnuður
Ragna Bjarna fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ
Freyr Eyjólfsson Verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu
Fundarstjórnin var í traustum höndum Sirrýar Arnardóttur, rithöfundar og fjölmiðlamanns
Miðvikudagur 18. september kl. 17:30





Sérstakur fundur fyrir ungmenni Reykjavíkur.
Hvað er hatursorðræða? Hvað skal gera þegar maður þegar maður upplifir hatursorðræðu í sinn garð eða verður vitni að henni? Hefur maður kannski tekið þátt í hatursorðræðu? Hvað er málfrelsi og hvað er hatursorðræða?
Þann 9. apríl er öllum ungmennum boðið að koma í Hannesarholt og ræða um þessi mikilvægu mál við sérfræðinga á jafningagrundvelli. Fundurinn er opinn umræðufundur með afslöppuðu yfirbragði þar sem að allir sem vilja tjá sig geta látið í sér heyra. Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, sem hefur unnið mikið með ungmennum, mun stýra fundinum. Á pallborðinu verða Alpha Reyn, frá Trans-Íslandi, Kristín Reynisdóttir, stofnandi Antirasistanna og Níels Thibaud Girerd, leikari.
