Á þessum fyrsta fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna veltum við fyrir okkur ábyrgð neytendans, hvar hún byrjar og hvar hún endar, eða hvort hún sé yfirhöfuð til staðar. Við leiðum saman sérfræðinga og áheyrendur til að gera okkur grein fyrir helstu erfiðleikunum við að versla og neyta á meðvitað sjálfbæran máta.
Sérfræðingateymið:
Áróra Árnadóttir er aðjunkt við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað hvernig viðhorf Norðurlandabúa til hnattrænnar hlýnunar hefur áhrif á kolefnisfótspor þeirra og neysluvenjur.
Guðbjörg Gissurardóttir er frumköðull sem brennur fyrir sjálfbærum lífstíl. Hún hefur unnið að því að hjálpa fólki að finna sjálfbærarari og grænni kosti.
Freyr Eyjólfsson er verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðamaður og framleiðandi hjá RÚV
Þessi opni vettvangur var haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti 11.09.2024 kl. 2024

Evrópubúar henda 2 milljónum tonna af vefnaðarvöru á hverju ári. Á hverri sekúndu er sem samsvarar einum ruslabíl með vefnaðarvöru urðað eða brennt.

Mörg okkar gefa óæskileg föt til góðgerðarverslana og fatasöfnunarbanka – en vitum við virkilega hvað verður um þau?

Á þessum öðrum fundi Heimili Heimsmarkmiðanna fórum við í saumana á fatnaði okkar, og veltum því fyrir okkur hvernig við getum verið smart og verið með hreina samvisku.

“There’s no such thing as away. When we throw things away they must go somewhere.” – Annie Leonard

Sérfræðingar fundarins voru:

Sigríður Ágústa fatahönnuður

Ragna Bjarna fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ

Freyr Eyjólfsson Verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu

Fundarstjórnin var í traustum höndum Sirrýar Arnardóttur, rithöfundar og fjölmiðlamanns

Miðvikudagur 18. september kl. 17:30

Heimili Heimsmarkmiðanna: Matarsóun
Á þessum þriðja fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna rýnum við í matarvenjur okkar og hvar möguleikar eru til að innleiða sjálfbærni-hugsjón þegar kemur að innkaupum, eldamennsku og nýtingu.
Sólveig Ólafsdóttir, Sagnfræðingur
Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans
Sigurjón Bragi Geirsson, kokkur
Fundarstjórn: Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Veranda og Vesturports
Heimili heimsmarkmiðanna: Virði náttúrunnar
Náttúran á Íslandi verður ekki metin til fjár, eða hvað? Er nóg að vera með 2-4 fossa, 5 góðar laxveiðiár og 12 firði? en 6 ár og 3 fossa? Verðum við að fórna náttúru fyrir hagvöxt – eða er það tvígreining á röngum forsendum? Á þessum opna vettvangi Heimili Heimsmarkmiðanna reynum við að “verðleggja” íslenska náttúru.
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur og prófessor
Ossur Sigurðsson, jarðfræðingur og ljósmyndari
Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og prófessor
Kata Oddsdóttir, fundarstjóri
Heimili heimsmarkmiðanna: hvernig er jöfnuður?
Íslenskt samfélag er talið opið og umburðarlynt, en hver er upplifun fatlaðs fólks á jöfnuði, aðgengi og inngildingu í íslensku samfélagi?
Við fá um til okkar Hauk Guðmundsson – formann Átaks, Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur – leikkonu og félagsfræðing, og Fabiana Morais frá Þroskahjálp sem munu deila sinni reynslu og þekkingu og skapa líflegt samtal við áheyrendur um þetta mikilvæga mál.
Fundarstjórn verður í traustum höndum Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, fjölmiðlakonu.