Á þessum fyrsta fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna veltum við fyrir okkur ábyrgð neytendans, hvar hún byrjar og hvar hún endar, eða hvort hún sé yfirhöfuð til staðar. Við leiðum saman sérfræðinga og áheyrendur til að gera okkur grein fyrir helstu erfiðleikunum við að versla og neyta á meðvitað sjálfbæran máta.
Sérfræðingateymið:
Áróra Árnadóttir er aðjunkt við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað hvernig viðhorf Norðurlandabúa til hnattrænnar hlýnunar hefur áhrif á kolefnisfótspor þeirra og neysluvenjur.
Guðbjörg Gissurardóttir er frumköðull sem brennur fyrir sjálfbærum lífstíl. Hún hefur unnið að því að hjálpa fólki að finna sjálfbærarari og grænni kosti.
Freyr Eyjólfsson er verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu.
Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðamaður og framleiðandi hjá RÚV
Þessi opni vettvangur var haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti 11.09.2024 kl. 2024

Evrópubúar henda 2 milljónum tonna af vefnaðarvöru á hverju ári. Á hverri sekúndu er sem samsvarar einum ruslabíl með vefnaðarvöru urðað eða brennt.

Mörg okkar gefa óæskileg föt til góðgerðarverslana og fatasöfnunarbanka – en vitum við virkilega hvað verður um þau?

Á þessum öðrum fundi Heimili Heimsmarkmiðanna fórum við í saumana á fatnaði okkar, og veltum því fyrir okkur hvernig við getum verið smart og verið með hreina samvisku.

“There’s no such thing as away. When we throw things away they must go somewhere.“ – Annie Leonard

Sérfræðingar fundarins voru:

Sigríður Ágústa fatahönnuður

Ragna Bjarna fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ

Freyr Eyjólfsson Verkefnisstjóri Hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu

Fundarstjórnin var í traustum höndum Sirrýar Arnardóttur, rithöfundar og fjölmiðlamanns

Miðvikudagur 18. september kl. 17:30

Heimili Heimsmarkmiðanna: Matarsóun
Á þessum þriðja fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna rýnum við í matarvenjur okkar og hvar möguleikar eru til að innleiða sjálfbærni-hugsjón þegar kemur að innkaupum, eldamennsku og nýtingu.
Sólveig Ólafsdóttir, Sagnfræðingur
Margrét Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans
Sigurjón Bragi Geirsson, kokkur
Fundarstjórn: Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Veranda og Vesturports
Heimili heimsmarkmiðanna: Virði náttúrunnar
Náttúran á Íslandi verður ekki metin til fjár, eða hvað? Er nóg að vera með 2-4 fossa, 5 góðar laxveiðiár og 12 firði? en 6 ár og 3 fossa? Verðum við að fórna náttúru fyrir hagvöxt – eða er það tvígreining á röngum forsendum? Á þessum opna vettvangi Heimili Heimsmarkmiðanna reynum við að “verðleggja” íslenska náttúru.
Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur og prófessor
Ossur Sigurðsson, jarðfræðingur og ljósmyndari
Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og prófessor
Kata Oddsdóttir, fundarstjóri
Heimili heimsmarkmiðanna: hvernig er jöfnuður?
Íslenskt samfélag er talið opið og umburðarlynt, en hver er upplifun fatlaðs fólks á jöfnuði, aðgengi og inngildingu í íslensku samfélagi?
Við fá um til okkar Hauk Guðmundsson – formann Átaks, Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur – leikkonu og félagsfræðing, og Fabiana Morais frá Þroskahjálp sem munu deila sinni reynslu og þekkingu og skapa líflegt samtal við áheyrendur um þetta mikilvæga mál.
Fundarstjórn verður í traustum höndum Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, fjölmiðlakonu.
Hvernig styðjum við hvert annað? Hvernig hafa náin sambönd og samskipti áhrif á geðheilsu okkar? Mörgum finnst samskiptin í samfélaginu hafa breyst og orðið harðari, hvaða áhrif hefur það á okkur? Hvers vegna hugsum við ekki um forvarnir við geðsjúkdómum eins og við hugum að annarri líkamlegri heilsu?
Á þessum fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna snúum við okkur að félagslegum markmiðum Heimsmarkmiðanna, og ræðum um geðheilsu.
Sérfræðingateymið kemur úr ólíkum áttum og mun deila vitneskju og reynslu sinni.
Ólafur Þór Ævarsson – geðlæknir og stofnandi Streituskólans.
Tómas Kristjánsson – sálfræðingur og lektor við HÍ.
Svava Arnardóttir – Formaður Geðhjálpar
Magnús Hallur Jónsson – fundarstjóri
Íslensk stjórnvöld telja að fimmta Heimsmarkmiðinu, jafnrétti kynjanna, sé nánast náð. Við ætlum að skoða þetta aðeins nánar, líta yfir farinn veg og gera okkur grein fyrir því hvort úrbóta er þörf.
Sérfræðingarnir sem mæta til okkar eru:
Tatiana Latinovic – formaður Kvenréttindafélags Íslands
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir – dósent við HÍ
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir – fyrrverandi þingmaður Kvennalistans og prófessor emeritus
Guðrún Sóley Gestsdóttir – fjölmiðlamaður mun stýra fundinum
Fjölskyldur á flótta undan stríði, hungursneyð og öðrum hörmungum koma til Íslands í leit að betra lífi fyrir börnin sín og sig. En hvernig gengur þeim að verða fullgildir meðlimir í íslensku samfélagi? Hvernig bregst samfélagið og kerfi samfélagsins við aukinni fjölbreytni, breyttum þörfum og nýjum áskorunum?
Samkvæmt nýrri úttekt OECD um inngildingu innflytjenda hefur það mistekist að skapa inngildandi samfélag. Það eru margar augljósar hindranir, til að mynda tungumálið, en einnig aðrar sem innfæddir gera sér ekki grein fyrir. Við ætlum að ræða þessi mikilvægu mál og líta blákalt í spegilinn.
Jasmina Vajzovic Crnac
Magnea Marinósdóttir
Najlaa Attaallah
Magnús Hallur Jónsson

Sérstakur fundur fyrir ungmenni Reykjavíkur.

Hvað er hatursorðræða? Hvað skal gera þegar maður þegar maður upplifir hatursorðræðu í sinn garð eða verður vitni að henni? Hefur maður kannski tekið þátt í hatursorðræðu? Hvað er málfrelsi og hvað er hatursorðræða?

Þann 9. apríl er öllum ungmennum boðið að koma í Hannesarholt og ræða um þessi mikilvægu mál við sérfræðinga á jafningagrundvelli. Fundurinn er opinn umræðufundur með afslöppuðu yfirbragði þar sem að allir sem vilja tjá sig geta látið í sér heyra. Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, sem hefur unnið mikið með ungmennum, mun stýra fundinum. Á pallborðinu verða Alpha Reyn, frá Trans-Íslandi, Kristín Reynisdóttir, stofnandi Antirasistanna og Níels Thibaud Girerd, leikari.

Heimili Heimsmarkmiðanna: Skólamenning
Fjórða heimsmarkmiðið lýtur að menntun og leggur áherslu á að menntun sé öllum aðgengileg. Við beinum sjónum að fyrirbæri sem kallast skólamenning, skólaandi – eða á ensku school climate. Eitt er að hafa aðgang að menntun, annað að geta nýtt sér hana. Til að geta náð árangri í námi þarf nemendum að líða vel og þeir að upplifa sig örugga og virta. Við viljum skoða hvað einkennir nærandi skólamenningu, hvað er hægt að gera til að rækta upp góða skólamenningu og hvaða áskoranir fólk sér í íslensku skólalífi um þessar mundir í þessu efni.
Meðal viðmælenda á þessum ellefta umræðufundi Heimilis Heimsmarkmiðanna eru Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari í FG, Hjörvar Ingi Haraldsson, kennari í FB og Berglind Helga Sigurþórsdóttir, námsráðgjafi í Versló. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, doktor í menntunarfræðum, stýrir umræðunum.
Samgöngur eru ein af undirstöðum heilbrigðs samfélags. Þær tryggja öruggan flutning varnings og fólks á milli staða. Þær gera okkur kleift að sækja vinnu, menntun og afþreyingu. Við verjum stórum hluta ævinnar á ferðinni. Við eyðum mörgum klukkutímum í flugi, langkeyrslu og í Ártúnsbrekkunni. Eldsneytið er dýrt og svifrykið er að drepa okkur. Sjálfbærar samgöngur ættu að bæta lýðheilsu, stytta ferðatíma og kosta minna.
En hvað eru sjálfbærar samgöngur? Eru það rafmagnsbílar og borgarlína? Hjólreiðar og rafhlaupahjól? Hvernig verða samgöngur á Íslandi sjálfbærar?
Á þessum umræðufundi Heimilis Heimsmarkmiðanna í Hannesarholti munum við ræða þessi mál og velta fyrir okkur hvað sjálfbærar samgöngur fela í sér.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, mun stýra fundinum og sérfræðingar á pallborðinu verða: Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, skipulagsfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, frumkvöðull, hönnuður, stjórnandi Hjólavarpsins og ástríðufullur hjólari & Runólfur Ólafsson formaður FÍB.
Geðheilsa Ungmenna
Ungmenni standa frammi fyrir mörgum áskorunum sem fyrri kynslóðir hafa ekki þurft að glíma við: samfélagsmiðlar, gervigreind, sýndarveruleiki, heimsfaraldur, loftslagsvá, stríð í Evrópu og margt fleira.
Hvernig ræktum við geðheilsu okkar? Hvenær og hvar er hægt að leita sér hjálpar?
Opið samtal fyrir ungmenni þar sem þessi mikilvægu mál eru rædd við sérfræðinga á jafningjagrundvelli.
Umræðustjóri er Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Pallborðið skipa: Lenya Rún, lögfræðingur og fyrrum þingmaður, Nína Eck, félagsráðgjafi og teymisstjóri hjá Landspítalanum & Ingimar Guðmundsson, verkefnstjóri æskulýðsrannsókna hjá Sambandi íslenskra sveitarféalaga.
Yfirráð yfir eigin líkama er grundvallaratriði femínískrar baráttu. Á undanförnum árum hafa konur víða um heim misst réttindi sem áunnist höfðu með þrotlausri baráttu kvenna sem á undan komu. Yfirráði yfir eigin líkama er í mörgum löndum stefnt í hættu með þrengri þungunarrofslöggjöf, til að mynda í nokkrum löndum í Austur-Evrópu. Í Afganistan hafa konur misst öll grundvallarmannréttindi sín og mega ekki tala á almannafæri, mennta sig eða velja sjálfar hvað um líkama þeirra verður. Á Íslandi voru sett tímamótalög árið 2019 þar sem þungunarrof varð réttur en ekki undanþága frá banni.
Til að ræða missi réttinda kvenna og afturför í femínískri baráttu koma góðir gestir í Hannesarholt, heimili heimsmarkmiðanna og eiga umræðu um stöðu heimsmarkmiðs númer 5, yfirráð yfir eigin líkama, þungunarrof og missi réttinda. Frummælendur eru Claudia A. Wilson, lögmaður og eigandi Claudia & Partners Lögfræðiþjónstu, Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Umræðustjóri er Elva Hrönn Hjartardóttir, leiðtogi í stafrænni markaðssetningu hjá UN Women á Íslandi.
Viðburðurinn er í tilefni af Kvennaári og er samstarfsverkefni UN Women á Íslandi, Kvenréttindafélags Íslands og Heimilis Heimsmarkmiðanna í Hannesarholti.