Bygging núverandi húss – eldri hús
Húsið sem nú stendur við Grundarstíg 12 er byggt árið 1957 skv. fasteignaskrá.
Í grein Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, Úr sögu Grundarstígs: Frá Kafteins-Guddu til Thorsbræðra frá 1990 kemur fram að „þarna var áður lítið verslunarhús sem dansk-þýski gyðingurinn Obenhaupt reisti árið 1916 en íbúðarhús hans, sem nú hýsir Borgarbókasafnið er rétt fyrir neðan.“ Það er a.m.k. ljóst að það var ýmislegt að gerast á Grundarstíg 12 fyrir árið 1957 eins og sjá má hér fyrir neðan.
Starfsemi og verslanir í húsinu í gegnum tíðina
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1918: Óskað eftir stúlku í vist á Grundarstíg 12 (augl.)
- 1921: Verslunin Grund Grundarstíg 12 selur í nokkra daga steinbeitsrikling afar ódýran… (augl.) Verslunin auglýsir næstu árin, síðast 1924 með þessu nafni.
- 1923: Fæði í boði á Grundarstíg 12 (augl.) og einnig næstu árin, síðast auglýst 1927.
- 1924: Ingibjörg Guðmundsdóttir kennir íslensku, dönsku, ensku og reikning (augl.) einnig næstu árin a.m.k. til 1931.
- 1924: Ódýrar kvensumarkápur fást á Grundarstíg 12, búðinni (augl.) – „Búðin“ auglýsir a.m.k. til 1930.
- 1928: Sólarljós-Steinolía fæst á Grundarstíg 12, hjá kaupk. Steinunni Pétursdóttur (augl.)
- 1936: Þorsteinsbúð auglýsir bökunarefni, krydd og hreinlætisvörur (augl.). Þorsteinsbúð auglýsir a.m.k. til 1943.
- 1943: Saumum dömukjóla og kápur. Saumastofan Grundarstíg 12 (augl.) – Auglýsir einnig 1945.
- 1943 (nóv): Verslunin Ingólfur farin að auglýsa á Grundarstíg 12 (augl.) – Einnig 1944.1945: Æðardúnn til sölu hjá versluninni Grundarstíg 12 (augl.).
- 1946: Jólakveðja frá Versl. Gunnars Gíslasonar, Grundarstíg 12 (augl.) – Jólakveðjur/auglýsingar frá versluninni sjást allt til 1963.
- 1947: María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 12 gegnir heimilslæknisstörfum fyrir Bergsveinn Ólafsson um tíma (augl.)
- 1960: Stúlka óskast á Prjónastofa Önnu Þórðardóttur, Grundarstíg 12 (augl.)
- 1964: Til sölu er götuhæð, ca. 70 ferm. ásamt kjallara ca. 40 ferm. í nýbyggingu á Grundarstíg 12. Plássinu má skipta í tvennt. í kjallara er góð loftræsting (augl.)
- 1965: Á stéttinni gegnt bókasafninu Grundarstíg 12, er til sölu: 41 element ofnar 4 c 70 cm Rafha eldavél. W.C. kassi (hátt skolandi) – (augl.)
- 1966: Kosningaskrifstofa B-listans er að Grundarstíg 12 (augl.)
- 1969: Reykið ókeypis. Sölubúðin Grundarstíg 12 (augl.)1972: Segulbandsviðgerðir
- 1972: Á Grundarstíg 12 virðist hafa verið segulbandviðgerðarstofa sem nú auglýsir flutning (augl.)
- 1973: Atvinnuhúsnæði til sölu (augl.)
- 1977: Albert Guðmundsson, heildverzlun Grundarstíg 12 (augl.) – Minnst er á heildverslunina á Grundarstígnum allt til 1996 í dagblöðum.
- 1978: Svo virðist sem skrifstofa Verslunarskóla Íslands hafi verið að Grundarstíg 12 um tíma skv. þessari tilkynningu (tilk.)
- 1983: Söluturninn Grundarstíg 12 (augl.) – auglýsir allt til 1998
- 1993: Jórunn Brynjólfsdóttir rak verslun að Grundarstíg 12, ekki kemur fram hvaða ár (grein)
- 2006: Gallerí Dvergur: 18.00 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir opnar sýningu sína ,,INNAR” í sýningarrýminu Gallerí Dvergur, sem er til húsa að Grundarstíg 12 (augl.)
Fróðleiksmolar/fréttir
- 1941: M.S. Hekla skotin í kaf og 14 Íslendingar farast, þ.á.m. Haraldur Sveinsson, háseti, Grundarstíg 12 (frétt og frh. frétt).
- 1969: Brotist inn á Grundarstíg 12 (frétt).
- 1983: Innbrot í heildverslun Alberts Guðmundssonar (frétt).
- 2001: Söluturninn að Grundarstíg 12 rændur (frétt).
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();