Bygging núverandi húss
Samkvæmt fasteignaskrá er húsið að Grundarstíg 2A byggt árið 1927.
Verslanir og önnur starfsemi í húsinu í gegnum tíðina
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
1934: Saumaðir grímubúningar og kvenfatnaður (augl.)
1936: Nokkrir menn geta fengið fæði og þjónustu ódýrt á Grundarstíg 2A, niðri (augl.)
- 1941: Handíðaskólinn er kominn í húsið og auglýsir kennslu í kennaradeild og námskeið fyrir almenning (Lúðvíg Guðmundsson, Grundarstíg 2). Áður var skólinn í tvö ár í kjallara að Hverfisgötu 57 (augl.).
- 1942: Handíðaskólinn breytist úr einkastofnun í sjálfseignarstofnun og nafnið í Handíða- og myndlistarskólinn (augl.)
- 1952: Handíða- og myndlistaskólinn var til húsa á tveimur hæðum á Grundarstíg 2A og fékk árið 1952 þriðju hæðina til afnota. Árið 1951-2 vorum um 400 nemendur í skólanum (frétt). Skólinn flutti burt árið 1956 þegar hann fór í Skipholt (grein). Meira um sögu skólans
- 1954: Verslunin Þingholt var áratugum saman á Grundarstíg (augl.)
- 1955 – Íþróttasamband Íslands flytur skrifstofur sínar að Grundarstíg 2A (frétt) en fer aftur 1963 af Grundarstíg á Suðurlandsbraut 4 (tilkynning)
- 1958: Kjólar teknir í saum. Einnig breytingar á kápum, kjólum og drögtum (augl.)
- 1960: Auglýst eftir afgreiðslufólki í kjörbúð og nýlenduvöruverslun (augl.)1963: Húseigendafélagið (augl.) – Flytur burt 1966 í Bergstaðastræti 11 (frétt) (
- 1964: Hárgr.stofan Venus opnaði 1964 (augl.)
- 1966 Ný hárgreiðslustofa, Gréta Sigurðardóttir (augl.) verður síðar hárgreiðslustofan Björk
- 1966: Skrifstofa Jóhanns Ragnarssonar héraðsdómslögmanns (augl.)
Gamlar fréttir/greinar frá Grundarstíg 2A