Byggingarár og helstu fyrirtæki í húsinu á liðnum árum
Húsið við Þingholtsstræti 2 er sagt byggt árið 1884 í ársskýrslu Húsafriðunarnefndar árið 2007. Fasteignaskrá segir um húsin nr. 2-4 að byggingarár sé 1902. Það er væntanlega rangt. Því miður vantar hér upplýsingar um hver byggði húsið og hvað var í því fyrstu árin.
Síðar voru þarna mörg virðuleg fyrirtæki svo sem Skóverslun Lárusar G. Lúðvígssonar, Hljóðfæraverzlun Helga Hallgrímssonar, Ljósmyndastofa Péturs Leifssonar, Verslun Hólmfríðar Kristjánsdóttur, Álafoss til margra ára, Verslunin Hof, Gráfeldur og loks nokkrir skemmtistaðir. Verslunin Icewear er nú til húsa í nýuppgerðu og afar fallegu húsin
Húsið í dagblöðum liðinna tíma
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1885: Til leigu í Þingholtsstræti 2 herbergi fyrir einhleypa án húsbúnaðar. Ritstj. ávísar (augl.)
- 1908: Til síðustu stundar skyldi enginn draga að fá sér skó eða stígvél fyrir jólin hjá Lárusi G. Lúðvígssyni, Þingholtsstræti 2…. (augl.)
- 1909: Hin fyrsta skófatnaðarútsala hjá Lárusi G. Lúðvígssyni, Þingholtsstræti 2 hefst laugardaginn þann 6. nóvember næstkomandi. þar verða seld mörg hundruð pör af alls konar skófatnaði fyrir alt að hálfvirði eða með alt að 50% afsl. (augl.) – Auglýsir í Þingholtsstræti 2 til 1927/28.
- 1915: Góðan olíuofn vil eg kaupa eða leiga strax. Lúðvig Lárusson, Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1916: Búð til leigu nú þegar, einnig eitt herbergi fyrir einhleypan mann. Finnið Lárus Lárusson Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1922: Leirljós hestur, merktur “E” á lend, er í óskilum á Ingunarstöðum í Kjós. Uppl. Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1925: 1-2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. október. Uppl. Óskar Lárusson, Þingholtsstræti 2 (augl.) h
- 1928: Verslunarhús okkar, Þingholtsstræti 2 og 4, fæst leigt frá 1. febrúar næstk. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Lárus G. Lúðvígsson. Skóverslun. (augl.)
- 1929: Efri hæðin í verslunarhúsi okkar Þingholtsstræti 2 og 4, fæst leigð frá 15. mars. Heppilegt pláss fyrir skrifstofur og geymslu. Leitið upplýsinga strax. Lárus G. Lúðvígsson. Skóverslun (augl.)
- 1929: Nýja ljósmyndastofu opnar Pétur Leifsson í dag í Þingholtsstræti 2, þar sem áður var verslun Lárusar G. Lúðvígssonar. (Sjá augl.)
- 1929: Ljósmyndastofa Pjeturs Leifssonar, Þingholtsstræti 2. (áður verslun Lárus G. Luðvigssonar), uppi syðridyr. – Opin virka daga kl. 10-12 og 1-7, helga daga 1-4. (augl.) – Auglýsir fram til 1933.
- 1929: Kjólar á börn og fullorðna. Plíseruð pils. Silkipeysur, silkisokkar og fleira. – Sanngjarnt verð. Verzlun Hólmfríðar Kristjánsdóttur, Þingholtsstræti 2 (augl.) – Auglýsir fram til 1933.
- 1931: Leiga. Kjallarann Þingholtsstræti 2 viljum vér leigja strax. Ágætt geymslupláss. Sanngjörn leiga. Lárus G. Lúðvígsson, skóversl. (augl.)
- 1931: Helgi Hallgrímsson eigandi hljóðfæraverslunarinnar í Þingholtsstræti 2, er 40 ára í dag. Helgi mun hafa verið fyrstur Íslendinga til þess að stofna sjerverslun með öll tæki, er að hljómlist lúta. Áður hafði hann nótnaverslun í Lækjargötu hjer í bæ (tilkynning)
- 1932: Blóm & Ávextir Hafnarstræti 5, Til þess að flýta fyrir afgreiðslu i búöinni, verða seldir túlipanar frá okkur i Hljóðfæraverslun Helga Hallgrímssonar, Þingholtsstræti 2, í dag og á morgun (augl.)
- 1933: Afgreiðsla Álafoss og hraðsaumstofa er flutt í Þingholtsstræti 2, gömlu skóbúð L. G. Lúðvígsson. Ný fataefni á fullorðna og börn. Föt, tilbúin, verð frá kr. 75.00. Verslið við Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 3404 og 2804 (augl.)- Auglýsir fram til 1975.
- 1933: Sölusýning málaranna í myndastofu Pjeturs Leifssonar í Þingholtsstræti 2, er opin til jóla. Mynd seldist þar í gær, “Af Seltjarnarnesi”, eftir Jón Stefánsson. Jafnóðum og myndir seljast, eru nýjar settar upp í staðinn (augl.)
- 1933: Stærri sölubúðin í húsi okkar, Þingholtsstræti 2, er til leigu. Búðinni fylgir stórt bakherbergi og mikið geymslupláss. Lárus 6. Lúðvígsson, Skóverslun (augl.)
- 1936: Efri hæðin í húsinu Þingholtsstræti 2 fæst til leigu frá 1. október. Lárus G. Lúðvígsson Skóverslun (augl.)
- 1945: Auglýsing frá Efnagerðinni Njáli Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1959: Plastpokar fyrirliggjandi. Útvegum einnig plast á rúllum svo og allskonar umbúðir. Harald St. Björnsson Þingholtsstræti 2. -Sími 13760 (augl.)
- 1962; Ódýru prjónavörurnar seldar í dag eftir kl. 1. Ullarvörubúðin Þingholtsstræti 2. (augl.)
- 1966: Útsala – Útsala. G.M. búðin auglýsir útsölu á snyrtivörum o. fl. ótrúlega lágt verð. G.M. búðin Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1969: Auglýsing frá verzluninni Hof, Þingholtsstræti 2. (augl.) – Auglýsir til 1973
- 1976: Auður hf. Þingholtsstræti (augl.)
- 1977: Gráfeldur keypti Þingholtsstræti 2 (frétt)
- 1977: Gráfeldur hf, Þingholtsstræti 2, R. (augl.)
- 1978: Til leigu strax við Þingholtsstræti 2 herbergi með eldunaraðstöðu. Algjör reglusemi áskilin. Tilboð sendist fyrir 18. des. til augld. DB merkt “57”. (augl.)
- 1987: Gráfeldur fluttur í Borgartún – Gerður í Flónni hreiðrar um sig í Þingholtsstræti 2. (augl.)
- 1987: Gerður í Flónni uppgefin og flytur af landi brott. Gerður Pálmadóttir fatahönnuður, betur þekkt undir nafninu Gerður í Flónni, hefur hætt rekstri verslunarinnar Karakter Flóin að Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1989: Bókamarkaðurinn, Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 1991: Kántry kráin, Borgarvirkinu. Borgarvirkið, Þingholtsstræti 2, sími 13737 (augl.)
- 1992: Nýr veitingastaður með spænska matargerð. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður sem sérhæfir sig í spænskri matargerð. Staðurinn ber nafnið Restaurante La Tasca og er staðsettur á efri hæð Borgarvirkisins, Þingholtsstræti 2 (frétt)
- 1995: Déja-Vu, Þingholtsstræti 2, R. (veitingastaður) – (augl.)
- 1997: Nelly’s Cafe, Þingholtsstræti 2. Sýning á samklippum verður opin til 29. mai (tilkynning)
- 1997: Íslenskt landslag 1997 nefnist sýning Agnars Wilhelms Agnarssonar í Nelly’s Cafe, Þingholtsstræti 2 (tilkynning)
- 2005: Nelly’s Bar, Þingholtsstræti 2 (augl.)
- 2008: Vilja fegra borgina fyrir þjóðhátíðardaginn. Húsin þrjú sem áhersla er lögð á að fegra fyrir þjóðhátíðardaginn standa við Þingholtsstræti 2 til 4, Hverfisgötu 32 og 34 og Frakkastíg 16 (frétt)
- 2008: Áhugi á miðbænum rekur eigendur áfram Húsið á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis er afar illa farið vegna skorts á viðhaldi. Endurbygging er að hefjast og mun húsið fá sem næst upprunalegt útlit. Áhugi á miðbænum rekur eigendur til framkvæmdanna (frétt)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();
- 2008: Framkvæmdir hafnar við endurgerð og uppbyggingu Þingholtsstrætis 2 til 4: Óbilandi trú á miðbænum (frétt)