Bygging hússins
Húsið er byggt árið 1905 skv. fasteignaskrá. – Guðjón Friðriksson segir í grein sinni, Úr sögu Grundarstígs: Frá Kapteins-Gunnu til Thorsbræðra frá 1990, að húsið hafi verið byggt af Magnúsi Stephensen frá Viðey og að í því hafi lengi búið fólk af Stephensen ættinni.
Í húsinu er núna starfræktur Waldorfleikskólinn Sólstafir.
Ýmislegt tengt húsinu
Það fór ekki mikið fyrir starfsemi í húsinu í fyrri tíð ef marka má auglýsingar í dagblöðum en þess í stað eru sýndar nokkrar auglýsingar og tilkynningar af öðrum toga sem tengjast húsinu í gegnum tíðina. Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
- 1919: Sá, sem af vangá tók svartan floshatt á Skautafélagsdansleiknum síðasta, geri svo vel að skila honum á Grundarstíg 19, gegn afhendingu höfuðfatsins, sem eftir var skilið. Hatturinn er merktur: E. St. (augl.)
- 1920: Nokkrir dugl. sjómenn óskast á síldveiðar. Upplýsingar á Grundarstíg 19 kl. 6—8 í dag (augl.)
- 1922: Stúlka eða unglingur óskast til innanhúsverka nú þegar. Sesselja Sigvaldadóttir.Grundarstíg 19 (augl.)
- 1922: Ágæt vinnustofa í kjallara, sólrik og rakalaus til leigu. — Uppl. á Grundarstíg 19 (augl.)
- 1923: Tapast hefir veski með ýmu smádóti í — þar á meðal peningum, úri og mynd af dreng. Finnandi er vinsamlega beðnn að skila því á Grundarstíg 19, gegn fundarlaunum (augl.)
- 1929: 77 ára er í dag Jóhanna Bjarnadóttir, nú til heimilis að Grundarstíg 19. Jóhanna er mjög áhugasöm jafnaðarkona og hefir hún keypt Alþýðublaðið frá því að það byrjaði að koma út. Alþýðublaðið óskar henni til hamingu með afmælið (augl.)
- 1930: Tek að mér að sauma samkvæmiskjóla, barnafatnað, upphluti og upphlutsskyrtur. Kenni unglingsstúlkum hannyrðir. Margrét Konráðsdóttir, Grundarstíg 19 (augl.)
- 1930: Stúlka vön alskonar saumaskap óskar eftir að sauma í húsum. Nánari skýringar á Grundarstíg 19 og í síma 995 (augl.)
- 1933: Eldri kvenmaður óskar eftir hirðingu á einum manni, gegn fæði og húsnæði. Grundarstíg 19 (augl.)
- 1936: Jeg kenni ensku og dönsku. Til viðtals Grundarstíg 19 uppi kl. 2—3 og 8—9 síðdegis og í síma 3995. Hólmfríður Árnadóttir (augl.) – auglýsir a.m.k. fram til 1938.
- 1936: Ungan mann vantar pilt eða stúlku með sér í dönskutíma. Upplýsingar gefur Hólmfríður Árnadóttir, Grundarstíg 19. Sími 3995 (augl.)
- 1941: Vörubíll í góðu standi til sölu af sjerstökum ástæðum. Tækifærisverð. Til sýnis í dag frá kl. 2 á Grundarstíg 19 (augl.)
- 1961: Vinsamleg tilmæli. Roskin kona, sem býr að Grundarstíg 19, hefir beðið Vísi að koma eftirfarandi á framfæri fyrir sig: Hún er ekki svo efnum búin, að hún eigi kæliskáp til að geyma mjólkurlekann sinn í, svo að hún hefir hann á palli úti fyrir húsdyrunum. Nú er einhver farinn að leggja í vana sinn að stela mjólkinni, og vill konan biðja þann hinn sama að stela heldur frá einhverjum öðrum, sem meiri hefir efnin, því að hún hefir ekkert nema ellilaunin til að lifa af. Kemur Vísir þessu á framfæri við hinn fróma mann (tilkynning)
- 1996: Waldorf skólinn Sólstafir Grundarstíg 19, leitar að kennara og starfsfólki fyrir leikskóla (augl.)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();