Gestir á hátíðarfundi hjá Hannesarholti Aðstandendur Hannesarholts hittust á hátíðarfundi, föstudaginn 19. febrúar s.l., í boði húseigendanna Ragnheiðar Jónsdóttur og Arnórs Víkingssonar. Eins og vænta mátti var þetta ánægjuleg stund enda er eins og húsið sjálft stuðli enn frekar að hlýlegum og góðum samverustundum.

Dagskráin var óformleg en þó bæði til gagns og gamans.

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari
Hápunktur fundarins voru stofutónleikar píanóleikarans Víkings Heiðars sem rak óvænt inn nefið og heillaði viðstadda upp úr skónum með leik sínum á verkum eftir m.a. Chopin, Schumann og Pál Ísólfsson.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari

Gluggi á framhlið
Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, kynnti hugmynd að glugga á framhlið hússins (Grundarstíg 10), en í einum glugganna þar eru nokkrar smárúður og sumar þeirra hafa hingað til verið litaðar. Í tímans rás hefur litaða glerinu að einhverju leyti verið skipt út fyrir ólitað en nýja hugmyndin gerir ráð fyrir að taka mið af því sem fyrir er og geta í eyðurnar að tillögu Ragnheiðar.

Lífið í húsinu
Margrét Gunnarsdóttir var með upplestur úr gömlum auglýsingum sem tengdust húsinu að Grundarstíg 10 og það upplýstist m.a. að í húsinu hefur verið enn fjölbreyttara mannlíf í gegnum tíðina en viðstaddir höfðu gert sér grein fyrir.  Þetta kom m.a. fram:

  • Magnús Pétursson bæjarlæknir bjó þar og hafði aðstöðu
  • Ísak Jónsson kennari bjó þar um tíma
  • Dívanar og legubekkir voru smíðaðir þar og auglýstir í gríð og erg
  • Efnagerð Friðriks Magnússonar var í húsinu,
  • Rósa Þorsteinsdóttir meistari í kjólasaum hélt sníðanámskeið (bjó og/eða hafði aðstöðu)
  • Lestrarfélag kvenna í Reykjavík var með bókasafn sitt í húsinu í nokkur ár (frá 1952)
  • Snyrtistofa var í húsinu í mörg ár

Fleiri myndir frá hátíðarfundinum:

Víkingur Heiðar Ólafsson
Víkingur Heiðar spjallar um Chopin

Arnór Víkingsson, Stefán Örn Stefánsson
Arnór Víkingsson og Stefán Örn Stefánsson


Gunnar St. Ólafsson, Sigurbjörg Ág. Ólafsdóttir
Gunnar St. Ólafsson og Sigurbjörg Ág. Ólafsdóttir

Anna Haukdal og Brynjar Víkingsson
Anna Haukdal og Brynjar Víkingsson

Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason
Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason

Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir

Grétar Markússon, Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Gretar Markússon, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Ág. Ólafsdóttir og Gunnar St. Ólafsson
Margrét Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Ág. Ólafsdóttir og Gunnar St. Ólafsson

Viðar Víkingsson
Viðar Víkingsson

Ólöf Eldjárn og Stefán Örn Stefánsson
Ólöf Eldjárn og Stefán Örn Stefánsson