Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um „pennann, blekið og þerriblaðið“. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra og hér má sjá þær fyrstu sem Hannes orti í anda Sigurðar Breiðfjörð.
I
Blaðið góða, heyr mín hljóð,
hygg á fregnir kvæða mínar,
minna ljóða blessað blóð
blætt hefur gegnum æðar þínar.
Dagsins runnu djásnin góð
dýr um hallir vinda,
morgunsunnu blessað blóð
blæddi um fjalla tinda.