Þerriblaðsvísur XV eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um „pennann, blekið og þerriblaðið“. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Einars Benediktssonar.

XV
Það ber við tíðum hjá lenskum lýð,
að leturgjörðin vill þorna síð.
Þerriblöð hafa því hlutverk að inna,
ef höfð eru rétt, verja klessu’ og blett.
Og einatt úr huganum hugsjón má detta,
ef hægt er ei blaðinu strax við að fletta
og áfram halda og skrifa í skyndi
þá skáldafjörið er best í lyndi.
Vor fátæka þjóð má við minna,
en missa hugsjónir skáldanna sinna.

Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð,
margt hérað sem eyðimörk köld og dauð.
Sú öld, sem nú hefst á hlutverk að inna –
sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls.
En sýnir ei oss allur siðaður heimur,
hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur;
að hér er ei stoð að stafkarlsins auð?
Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!
Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds,
að græða upp landið frá hafi til fjalls.
Hann opnar oss hliðin til heiðanna, á miðin,
í honum býr kjarni þess jarðneska valds.
Þann lykil skal Ísland á öldinni finna –
fá afl þeirra hluta’, er skal vinna.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII

Þerriblaðsvísur IX
Þerriblaðsvísur X
Þerriblaðsvísur XI
Þerriblaðsvísur XII
Þerriblaðsvísur XIII
Þerriblaðsvísur XIV