Sú stefna hefur verið tekin hér í húsinu að Grundarstíg 10, að halda upp á afmælisdag Hannesar Hafstein, 4.desember ár hvert. Á síðastliðnu ári var haldið veglega upp á 150 ára ártíð Hannesar og tók Hannesarholt þátt í þeirri afmælishátíð. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að hafa opið hús frá kl. 15-18 og er fólk velkomið að líta við og fá sér kaffi og með því í tilefni dagsins.