Gagntekinn, hrifinn, utan við mig enn

af æsku þinnar fyrstu munarkossum

ég finn í hjarta ást og ótta í senn

slá undurlega saman heitum blossum.

 

Þú ert svo björt, svo ung og blíð og góð,

önd þín er gljúp sem mjúk er höndin ljúfa.

En ég á dökkt og órótt ólgublóð,

og ungur sló ég sigg á mína hnúa.

 

Það stingur mig í hjartað eins og ör:

Felst, ef til vill, í bylgjum sálar minnar

eitthvað, sem kynni að setja fingraför

á fagurhreinan spegil sálar þinnar.