Glittir boða byrðings í,
blikar tungl í fyllingu.
Koldimmt haf og skruggu ský
skrýðast fölri gyllingu.
Drungaloft og dimmsvört lá
draga nú minn sjónarhring.
Brestur í viðum, brakar rá,
belja hrannir allt í kring.
Glittir boða byrðings í,
blikar tungl í fyllingu.
Koldimmt haf og skruggu ský
skrýðast fölri gyllingu.
Drungaloft og dimmsvört lá
draga nú minn sjónarhring.
Brestur í viðum, brakar rá,
belja hrannir allt í kring.