Arkitektar: ARGOS
Landslagsarkitekt: Reynir Vilhjálmsson
Hannesarholt við Grundarstíg 10 var opnað almenningi á árinu eftir gagngera endurnýjun. Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, í kjölfar brunans mikla í Reykjavík. Húsið teiknaði Benedikt Jónasson verkfræðingur og þykir það um margt ólíkt öðrum húsum í Reykjavík þeirra tíma. Um er að ræða voldugt, tvílyft steinhús með svokölluðu mansardþaki. Auk endurnýjunar og viðhalds hönnuðu arkitektar verkefnisins viðbyggingu í beinni tengingu við kjallara hússins. Hún hefur að geyma 100 fermetra, fjölnota sal sem ætlaður er til fyrirlestra og tónlistarflutnings. Vel hefur tekist til við útfærsluna enda hafa arkitektarnir sótt ríkan innblástur úr gamla húsinu. Verkefnið er dæmi um velheppnaða endugerð á húsi sem er mikilvægt í íslenskri arkitektasögu auk þess að sýna fram á að hægt er að byggja við gömul hús á auðmjúkan en jafn framt nútímalegan hátt.