Dagskráin í Hannesarholti er þétt vikuna 23.-29.mars. „Í syngjandi faðmi“ nefnist söngdagskrá á vegum Margrétar Pálmadóttur og félaga, Vilborg Davíðsdóttir segir frá tilurð nýjustu bókar sinnar og  Mahler verður í brennidepli á ljóðatónleikum Hönnu Dóru Sturludóttur og Gerrits Schuil.