Nýja árið með hækkandi sól leggst vel í okkur hér í Hannesarholti. Framundan er fjöldi spennandi viðburða af ýmsu tagi í Hljóðbergi og í Veitingastofunum og góði maturinn og kökurnar eru á sínum stað.

Sunnudaginn sautjánda janúar klukkan 15.00 mætir Reynir Jónasson harmónikkuleikari og stýrir viðburðinum „Syngjum saman“ Allir syngja með sínu nefi; textar birtast á skjá til upprifjunar og allir taka undir. Hannesarholt vill leggja lóð á vogarskálar til að viðhalda sönghefð þjóðarinnar. Þess vegna er leitast við að bjóða uppá samsöng að jafnaði einu sinni í mánuði. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Miðasala á www.midi.is

 

Anna Kristín Þorsteinsdóttir textílhönnuður opnar myndlistarsýningu í Veitingastofunum upp úr miðjum mánuði og sýnir klippiverk en sýningin ber yfirskriftina “Escaping landscape” og stendur til 18. febrúar.

 

Félag Íslenskra Fræða stendur fyrir fyrirlestri miðvikudaginn 20 janúar þar mun Dagný Kristjánsdóttir  prófessor í íslenskum bókmenntum mun fjalla um viðfangsefnið “ Börn í bókum” en hún hlaut nýverið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Bókabörn. Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn sem hefst klukkan 20.00.  Veitingastofurnar opna kl. 18.30 fyrir þá gesti sem vilja snæða léttan kvöldverð í formi menningarplatta áður en dagskrá hefst. Menningarplatta þarf að panta fyrirfram með borðapöntun í síðasta lagi kl. 16.00 daginn fyrir.

Fimmtudaginn 21.janúar klukkan 20.00 verður í Hljóðbergi viðburðurinn „Komdu“  100 ára skáldafmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Í þessari viðburðaröð leiðir Valgerður H. Bjarnadóttir gesti í ferð um ljóð og líf Davíðs. Miðasala fer fram á www.midi.is

Laugardaginn 30 janúar klukkan 17.00 er svo komið að óperukynningu sem er samvinnuverkefni Hannesarholts og Íslensku óperunnar. Óperan DON GIOVANNI eftir Wolfgang Amadeus Mozart verður kynnt en Íslenska óperan mun frumsýna hana í Hörpu þann 27. febrúar.

Á þessum viðburði fá gestir að kynnast verkinu, flytjendum og öðrum sem koma að sýningunni. Nokkrir einsöngvaranna munu flytja valin tónlistaratriði úr óperunni auk þess sem leikstjórinn veitir innsýn í sína nálgun á verkinu.

Bornir verða fram smáréttir úr eldhúsi Hannesarholts á meðan á dagskrá stendur, þetta er því einstakt tækifæri til að njóta menningar og veitinga í glæsilegum húsakynnum Hannesarholts.

Takmarkaður fjöldi miða er í boði á viðburðinn og eingöngu í forsölu á www.midi.is. Smáréttir eru innifaldir í miðaverði og gestum gefst kostur á að kaupa sérvalin vín með matnum.