Eins og oftast verður nóg um að vera hjá okkur um helgina.
Á laugardag kl. 15.00 mun Hildur Björnsdóttir opna sýningu í veitingastofunum sem hún kallar Innlit. Hildur býr í Noregi þar sem hún starfar sem myndlistarkennari og myndlistarmaður, titill sýningarinnar vísar til heimsóknar hennar „heim“ til Íslands og í Hannesarholts. Meira hér.
Á sunnudaginn kl. 16.00 verður í fyrsta sinn bókakaffi í veitingastofunum en við höfum hug á að bjóða upp á slíka viðburði reglulega. Í þessu fyrsta bókakaffi mun Halldóra Thorddsen heimsækja okkur og segja gestum í óformlegu spjalli frá nýjustu bók sinni Tvöfalt gler sem hlaut Fjöruverðlaunin 2016 í flokki skáldrita. Bókmenntakaffið er öllum opið og aðgangur ókeypis svo lengi sem húsrúm leyfir.
Sýninginu Undir súðinni bókverk listahópsins ARKIRNAR er enn að finna á loftinu, bókverkin eru mörg hver unnin með Hannes Hafstein/Hannesarholt í huga og eru af margvíslegum toga.
Að sjálfsögðu berum við fram brunchinn okkar, hefðbundinn og vegan frá kl. 11-14.30 og allskyns heimbakað og dásamlegt kaffi frá 11-17 báða dagana.
Verið velkomin.