Snorri Þórðarson myndlistarmaður, f.1988, heldur nú sína fyrstu málverkasýningu í Hannesarholti. Verkin eru máluð með olíu á striga og er myndefnið vísun í spor mannskins í náttúrunni. Sum verkin mynda tilfiningu fyrir tíma á þann hátt að skuggar mannvirkja rista inn í myndirnar eins og vísirinn á sólúri. Hann vill yfirleit hafa verkin sín frekar draumkennd en á sama tíma kyrrlát og ekki allt of mikið að gerast á myndunum. Snorri gefur Hannesarholti helming söluandviðis myndanna á sýningunni.Veggspjald af einu verkanna er til sölu á 1000 kr. í afgreiðslu Hannesarholts. Sýningin stendur til 28.janúar.