Í dag, 8.febrúar 2019 eru sex ár síðan formleg opnunarhátíð var haldin í Hannesarholti að viðstöddu miklu fjölmenni og er menningarhúsið því orðið 6 ára. Starfsemin hefur braggast jafnt og þétt á þessum árum, opnunartími lengst og fjölbreytni í viðburðum aukist. Lætur nærri að viðburðir í húsinu hafi verið um 600 á þessum árum, meirihluti þeirra á vegum hússins, en einnig viðburðir annarra sem Hannesarholt hefur hýst. Mestu munar um aukna starfsemi veitingastaðarins, sem býður nú kvöldverð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, í viðbót við hádegisverð, helgardögurð og kaffibrauð.
Hollvinafélag var stofnað við Hannesarholt á haustdögum 2017, sem styður við starfsemina auk Stjórnar og Menningarráðs.
Í tilefni af afmælinu býður Hannesarholt tvo fyrir einn af afmælismatseðli afmælishelgina.