Sú ákvörðun var tekin á stjórnarfundi í Hannesarholti mánudaginn 23.mars að loka tímabundið á meðan óvissa vegna farsóttar ríkir. Viðburðum er frestað, en vonir standa til að enn verði hægt að halda streyma Syngjum saman á sunnudögum, í viðbót við safn myndbanda frá fyrri stundum sem streymt hefur verið á fésbók Hannesarholts. Áhugasamir um að fá að nýta aðstöðu í Hljóðbergi til að streyma uppbyggjandi efni til þjóðarinnar hafi samband á hannesarholt@hannesarholt.is