Syngjum saman veturinn 2023-2024
Syngjum saman í Hannesarholti veturinn 2023-2024 er tileinkað Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, sem var fædd 1933 og hefði því orðið níræð 14.september 2023. Hannesarholt er til vegna hennar og hún mætti á alla Syngjum saman viðburði með dóttur sinni þar til að heimsfaraldurinn truflaði taktinn. Um leið og við minnumst hennar og heiðrum viljum við taka hana okkur til fyrirmyndar. Söngurinn fylgdi henni ævina út, en hún lést 11.júlí síðastliðinn 2023. Frítt er inná Syngjum saman í Hannesarholti í hennar minningu. Söngstundin er haldin reglulega kl.14 á laugardögum á eftirfarandi dagsetningum.
Textar á tjaldi svo allir geta sungið með. Allar kynslóðir velkomnar.
Systur 30.september
Pálmar Ólafsson og Magnea Tómasdóttir 14.október
Harpa Þorvaldsdóttir 28.október
Skotfjelagið 11.nóvember
Domus Vox 25.nóvember
Þráinn Árni Baldvinsson 9.desember
Hvassógengið 27.janúar
Jóhann Vilhjálms og Gunnar Kr.Sigurjónsson 10.febrúar
Svavar Knútur 24.febrúar
Benni Sig og Sveinn Arnar 9.mars
Vala og Óskar Logi 23.mars
Harpa Þorvalds 6.apríl
Þórunn Björnsdóttir 20.apríl
Ísold Wilberg 4.maí
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir 11.maí