Það er hálfur mánuður í Jólin og heimilisfólkið í Hannesarholti er búið að skreyta. Þessa vikuna verður dýrindis Jólaplatti í boði í hádeginu og á laugardaginn kl. 13:30 er jólaball með gamla laginu fyrir börn á öllum aldri. Kl. 11:30 á laugardaginn er síðasti séns að bæta bókvitið fyrir jólin.
Síðasta „Bókvit“ í Hannesarholti 14.desember kl. 11:30
Hannesarholt hefur í gegnum tíðina sinnt bókmennt með ýmsum hætti og í vistarverum hússins er allnokkur bókakostur, sem gestum býðst að glugga í og njóta á meðan þeir dvelja í húsinu. Nú býður Hannesarholt rithöfundum að lesa uppúr bókum sínum á laugardaginn 14. desember.
Ragnheiður Jónsdóttir – Svikaslóð
Hrund Hlöðverðsdóttir – Ólga
Þórunn Valdimarsdóttir – Fagurboðar
Eva Gunnarsdóttir – Staðráðin í að vera
Guðjón Friðriksson – Börn í Reykjavík
Pálmi Ragnar Pétursson – Árniður að norðan
Hrund Hlöðverðsdóttir – Ólga
Þórunn Valdimarsdóttir – Fagurboðar
Eva Gunnarsdóttir – Staðráðin í að vera
Guðjón Friðriksson – Börn í Reykjavík
Pálmi Ragnar Pétursson – Árniður að norðan
Það er jólaballahljómsveitin Fjörkarlar sem sér um fjörið á jólatrésskemmtuninni í Hannesarholti.
Fjörkarlar eru félagarnir: Guðmundur Pálsson, sem leikur á gítar og syngur og Gunnar Kr. Sigurjónsson sem leikur á hljómborð og syngur.
Þeir eru tilbúnir með öll skemmtilegu jólalögin, hreyfisöngva og barnadansa. Þetta verður ekta jólaball, í hefðbundnum stíl — eins og jólaböll eiga að vera!
ókeypis inn en skráning á tix.is