Við lítum með stolti yfir árið sem er að baki og horfum bjartsýn fram á veginn til 2025. Auk þess að taka á móti löndum og þúsundum ferðamanna í samvinnu við tvær ferðaskrifstofur héldum við í Hannesarholti 106 viðburði 2024 og þar af var frítt inn á 54 þeirra. Það minnir á að Hannesarholt er menningarhús fyrir alla, með stóran faðm, og enginn þarf að láta á móti sér að njóta þess sem þar er boðið uppá, því aðeins brot af því sem Hannesarholt býður uppá væntir þess að fólk greiði fyrir. Allir eru velkomnir á opnunartíma Hannesarholts til að skoða húsið, setjast niður, lesa í bók, leika á loftinu eða þiggja fræðslu um söguna og Hannes Hafstein án endurgjalds. Við horfum með tilhlökkun til 8.febrúar, en þá fögnum við því að 12 ár eru liðin síðan Hannesarholt var formlega opnað. Verið æfinlega velkomin!