
Sumarleyfi er lokið í Hannesarholti og hefur sú breyting orðið á opnunartíma að nú er opið fjóra daga í viku í stað fimm, miðvikudaga til laugardaga kl.11.30-16 og hádegismatur og kaffi á boðstólum þá daga. Er þetta gert í sparnaðarskyni og vonum við að fólk sýni því skilning.
Tíminn hefur tíminn verið nýttur vel í sumar til að hlúa að þessu 110 ára gamla húsi. Aftur var orðin þörf á steypuviðgerðum og hefur Matti Eyjólfsson hjá Húsaviðgerðum og hans menn annast þær. Jón Eiríksson málar húsið að utan á næstu dögum.
