Hleð Viðburðir
Event Series Event Series: EVAAN – Lífshlaupið Pop-up sýning

Eva Dögg Guðmundsdóttir verður með POP UP sýningu í veitingastofum Hannesarholts dagana 15.-16. desember sem að hún hefur nefnt Lífshlaupið.

Þar verða til sölu lampar úr vörulínunni Verðlaunahafinn. Laugardaginn 16.desember milli klukkan 14:00-16:00 mun Eva taka á móti gestum og gangandi og boðið verður uppá léttar veigar.

Lífshlaupið:
Lampavörulínan Verðlaunahafinn er frumraun Evu á sviði listsköpunar.
Lamparnir eru hannaðir úr verðlaunabikurum og er hver lampi samsettur úr 6-7 bikörum sem á að tákna lífshlaup hvers og eins. Á hverri mannsævi mætum við sorgum og sigrum, mótlæti og meðgjöf. Verðlaunabikararnir koma úr einkasafni íþróttaafreka þar sem bæði hafa verið unnir sigrar og tapað. Í afreksíþróttum er það þannig að þeir sem standa á verðlaunapalli og hreppa annað sæti, hafa tapað fyrir sigurvegaranum, en fá samt bikar. Í lífshlaupinu er það svo að þegar að hlutirnir fara ekki á þann veg sem
við óskum reynir á þrautseigjuna og seigluna að koma okkur áfram í lífinu og það rís nýr dagur. Lampinn er hugsaður til að heiðra lífssögu hvers og eins.

Verðlaunahafinn er hannaður fyrir einstaklinginn sem var kannski ekki afreksíþróttamaður en á svo sannarlega bikar skilið hvernig hann/hún/hán hefur staðið sig í lífinu.

Um hönnunina:
Lamparnir eru íslensk hönnun og framleiddir úr aðfengnum efniviði þar sem hvert eintak á sér einstaka sögu afreka. Má segja að Eva starfi á mörkum hönnunar og listhandverks. Hönnunarfyrirmynd lampans er gamli marmaralampinn sem var til á flestum
íslenskum heimilum á árunum 1960-1970. Formin eru ólík á bikurunum en eru látin passa saman á samskeytunum svo að í hverjum lampa eru kúlur og keilur að formi. Inni í þeim eru svo marmari sem hefur verið slípaður niður úr afrekssafninu, svo að marmarinn passi inn í formin og að lampinn sé stöðugur.

Um Evu Guðmundsdóttir (f. 1982)
Eva er með meistaragráðu í Menningar og innflytjendafræðum ásamt Uppeldis og menntunarfræðum frá Háskólanum í Hróarskeldu (2013). Hún var lengi búsett í Danmörku en flutti aftur til Íslands 2015. Á ferli sínum hefur Eva hefur starfað hjá hinu opinbera, hjá félagasamtökum og verið sjálfstætt starfandi á sviði félags- og mannúðarmála. Eva hannar undir vörumerkinu EVAAN og finna má meira um hönnun hennar á heimasíðunni www.evaan.is og einnig á Instagram.

Upplýsingar

Dagsetn:
16/12/2023
Tími:
14:00 - 15:00
Series:
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map