Hleð Viðburðir

Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá fjöldasöng í Hljóðbergi tvisvar í mánuði alla jafna og fær til þess ólíka söngfugla.

Söngkonan Hera Björk ætlar, ásamt góðvini sínum og gleðigjafanum Benna Sig, að halda uppi söngleðinni sunnudaginn 8.nóvember. Saman munu þau syngja með okkur sín uppáhaldslög við dillandi harmonikkuundirleik. Heru Björk þekkjum við flest eftir áralangan feril hennar sem söngkona þar sem hún hefur komið víða við, sungið með hljómsveitum, kórum, tekið þátt í söngleikjum, sjónvarpi, Eurovision ofl ofl.! Benna þekkja færri þó hann sé vissulega heimsfrægur á Vestfjörðum:) Benni, eða Benedikt eins og hann heitir, hefur skemmt og stýrt viðburðum hið vestra og víðar í áratugi en nemur nú Guðfræði við Háskóla Íslands auk þess að vera umboðsmaður og tónleikahaldari. Og þar sem Benni verður brátt Séra að þá steinliggur nafnið á þennan dúett og við bjóðum því velkomin dúettin Séra Hera.

Textar á tjaldi og frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur. Einnig verður streymt frá viðburðinum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Hannesarholt er opið frá 11.30-17 og helgardögurður er framreiddur til kl.14.30.

Upplýsingar

Dagsetn:
08/11/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Verð:
$1000
Viðburður Category:
Vefsíða:
hannesarholt.is

Staðsetning

Hanesarholt.is